Verkfallið á borði fleiri ráðuneyta

Kjaradeila Eflingar og SA | 28. febrúar 2023

Verkfallið á borði fleiri ráðuneyta

Svo virðist sem verkföll hafi áhrif starfsemi allra ráðuneyta landsins að undanskildu utanríkisráðuneytinu, að því er fram kemur í fundargerð ríkisstjórnarinnar.

Verkfallið á borði fleiri ráðuneyta

Kjaradeila Eflingar og SA | 28. febrúar 2023

Verkföllin hafa áhrif á ýmsa kima samfélagsins og þar af …
Verkföllin hafa áhrif á ýmsa kima samfélagsins og þar af leiðandi ýmis ráðuneyti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem verkföll hafi áhrif starfsemi allra ráðuneyta landsins að undanskildu utanríkisráðuneytinu, að því er fram kemur í fundargerð ríkisstjórnarinnar.

Svo virðist sem verkföll hafi áhrif starfsemi allra ráðuneyta landsins að undanskildu utanríkisráðuneytinu, að því er fram kemur í fundargerð ríkisstjórnarinnar.

Skiluðu ráðuneytin stöðumati á ríkisstjórnarfundi í dag vegna verkfalla og „yfirvofandi vinnustöðvana“ á ríkisstjórnarfundi í dag. 

Á síðustu ríkisstjórnarfundum var sama mál til umræðu, en fjöldi ráðuneyta sem skráð eru fyrir málinu hefur fjölgað með hverjum ríkisstjórnarfundinum.

Fylgjast vel með stöðu mála

Forsætisráðuneytið fylgist vel með stöðu mála og kallar eftir upplýsingum hjá öðrum ráðuneytum og stofnunum, að sögn Sighvats Arnmundssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 

Upplýsingar um viðbúnað ráðuneytanna er að finna í minnisblaði sem lagt var fram en verður ekki gert opinbert.

Verkbanni Samtaka atvinnulífsins var frestað fram yfir helgi en verkföll hótelstarfsmanna hófust í byrjun mánaðarins og standa yfir enn. Samningaviðræður Eflingar og SA standa enn yfir.

mbl.is