FBI telur kórónuveiruna af rannsóknarstofu

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

FBI telur kórónuveiruna af rannsóknarstofu

Christopher Wray, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur slegið því föstu að það, sem embættinu hefur fram til þessa boðið í grun, sé nú afstaða þess – að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til veiru sem barst út úr rannsóknarstofu á vegum kínverskra stjórnvalda í Wuhan.

FBI telur kórónuveiruna af rannsóknarstofu

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

Christopher Wray, yfirmaður FBI, á blaðamannafundi í janúar um hugsanlegar …
Christopher Wray, yfirmaður FBI, á blaðamannafundi í janúar um hugsanlegar ógnir gagnvart öryggi Bandaríkjanna. AFP/Drew Angerer

Christopher Wray, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur slegið því föstu að það, sem embættinu hefur fram til þessa boðið í grun, sé nú afstaða þess – að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til veiru sem barst út úr rannsóknarstofu á vegum kínverskra stjórnvalda í Wuhan.

Christopher Wray, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur slegið því föstu að það, sem embættinu hefur fram til þessa boðið í grun, sé nú afstaða þess – að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til veiru sem barst út úr rannsóknarstofu á vegum kínverskra stjórnvalda í Wuhan.

Greinir FBI frá þessari afstöðu sinni og orðum Wray á Twitter þar sem haft er eftir honum að þessi skýring hafi verið grunur alríkislögreglunnar um tíma en nú sé hún talin rétt skýring faraldursins. „Ég ætla aðeins að gera þá athugasemd að kínverska ríkisstjórnin [...] hefur gert sitt besta til að hindra og afvegaleiða starfið hér, það starf sem við vinnum, the starf sem bandarísk stjórnvöld og nánir erlendir bandamenn okkar vinna,“ er haft eftir Wray.

Rannsókn FBI trúnaðarmál

Eins og dagblaðið Wall Street Journal greindi frá um helgina komst bandaríska orkumálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að leki frá tilraunastofu væri líklegasta skýringin en um það fjallaði skýrsla sem Hvíta húsið og nokkrir þingmenn fengu til lestrar.

Vísindamenn hafa hins vegar bent á að engin gögn liggi fyrir sem færi sönnur á þessa atburðarás auk þess sem aðrar bandarískar ríkisstofnanir hafa sumar hverjar vísað henni á bug. Þá hefur Hvíta húsið greint frá því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki komið sér niður á neina sameiginlega skýringu sem þau telji vera á uppruna faraldursins og niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og kínverskra stjórnvalda árið 2021 skilaði þeirri niðurstöðu að rannsóknarstofukenningin væri „mjög ósennileg“.

Stofnunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni fyrir þá rannsókn og hefur hún nú nýja rannsókn á prjónunum.

Gestir í skemmtigarði í Wuhan fagna nýja árinu í janúar …
Gestir í skemmtigarði í Wuhan fagna nýja árinu í janúar með grímur fyrir vitum og íklæddir hlífðarfatnaði. AFP/Hector Retamal

Alríkislögreglustjórinn Wray segir hins vegar við Fox News að rannsókn stofnunar hans sé að mestu trúnaðarmál en teymi sérfræðinga hafi þar verið að verki. Stjórnvöld í Peking saka Washington-stjórnvöld hins vegar um „pólitíska stýringu“ upplýsinga. „Þær niðurstöður sem þeir [Bandaríkjamenn] hafa komist að eru án nokkurs trúverðugleika sem talandi er um,“ segir Mao Ning, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins.

Rannsóknir styðja það sem talið var frá upphafi faraldurs, að veiran hafi fyrst farið úr dýrum í menn á matarmarkaðinum í Wuhan en aðeins steinsnar frá þeim markaði er Rannsóknarstofnun Wuhan í veirufræðum sem skipað hefur sér framarlega í veirurannsóknum á heimsvísu en þar eru kórónuveirur til rannsóknar.

Fox News (myndskeið)

CNN

BBC

mbl.is