Í eðlilegt horf fyrir helgi

Kjaradeila Eflingar og SA | 1. mars 2023

Í eðlilegt horf fyrir helgi

Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að hann búist við því að birgðastaða á bensínstöðvum verði komin í viðunandi horf fyrir helgi hvað almenning snerti. Eitthvað lengra sé í að birgðastaða fyrir verktaka verði komin í eðlilegt horf.

Í eðlilegt horf fyrir helgi

Kjaradeila Eflingar og SA | 1. mars 2023

Fyllt er á bensínstöðvar af miklum móð.
Fyllt er á bensínstöðvar af miklum móð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að hann búist við því að birgðastaða á bensínstöðvum verði komin í viðunandi horf fyrir helgi hvað almenning snerti. Eitthvað lengra sé í að birgðastaða fyrir verktaka verði komin í eðlilegt horf.

Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að hann búist við því að birgðastaða á bensínstöðvum verði komin í viðunandi horf fyrir helgi hvað almenning snerti. Eitthvað lengra sé í að birgðastaða fyrir verktaka verði komin í eðlilegt horf.

„Við byrjuðum á fullum krafti í hádeginu,“ segir Hörður en eins og fram hefur komið var verkföllum Eflingarfólks frestað fyrir hádegi vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 

Olíubílstjórar hófu verkfall 15. febrúar og stóð það í skamma hríð en var frestað í nokkra daga áður en það skall á af fullum þunga 20. febrúar.

Þegar þetta er skrifað er enn ekki eldsneyti á sjö bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og í Njarðvík samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðunni Aurbjörg.is. „Það var náttúrlega lítið orðið eftir á mörgum stöðvum en það hefur verið þungi í útkeyrslunni í dag og við munum keyra á vöktum fram á kvöld,“ segir Hörður.  

Í lagi í nokkra mánuði 

Hann segir að þeir sem hafi hamstrað bensín hafi nokkra mánuði áður en það skemmist. Bendir hann á það að hættulegt sé að geyma eldsneyti þar sem efnin séu vandmeðfarin vegna gufu og eldhættu. 

„En í gæðalegu tilliti er í lagi með bensín í nokkra mánuði,“ segir Hörður. 

mbl.is