Ída slær í gegn á TikTok með furðulegum staðreyndum um Japan

Ferðaráð | 1. mars 2023

Ída slær í gegn á TikTok með furðulegum staðreyndum um Japan

Ída Pálsdóttir er búsett í Kýótó í Japan ásamt eiginmanni sínum og dóttur þeirra. Hún flutti þangað í ársbyrjun 2022 og hefur síðan þá verið dugleg að deila skemmtilegu efni um upplifun sína í Japan á samfélagsmiðlum. 

Ída slær í gegn á TikTok með furðulegum staðreyndum um Japan

Ferðaráð | 1. mars 2023

Ída Pálsdóttir flutti til Japan í ársbyrjun 2022, en hún …
Ída Pálsdóttir flutti til Japan í ársbyrjun 2022, en hún hefur verið dugleg að deila skemmtilegu efni á samfélagsmiðlum síðastliðið ár.

Ída Pálsdóttir er búsett í Kýótó í Japan ásamt eiginmanni sínum og dóttur þeirra. Hún flutti þangað í ársbyrjun 2022 og hefur síðan þá verið dugleg að deila skemmtilegu efni um upplifun sína í Japan á samfélagsmiðlum. 

Ída Pálsdóttir er búsett í Kýótó í Japan ásamt eiginmanni sínum og dóttur þeirra. Hún flutti þangað í ársbyrjun 2022 og hefur síðan þá verið dugleg að deila skemmtilegu efni um upplifun sína í Japan á samfélagsmiðlum. 

Í desember síðastliðnum kom Ída í skemmtilegt viðtal á ferðavef mbl.is þar sem hún sagði menninguna í Japan vera frábrugðna íslenskri menningu á skemmtilegan hátt. Nýlega bjó hún til TikTok-myndskeið þar sem hún útskýrir menningarmuninn betur og deilir staðreyndum um Japan sem mörgum þykja eflaust furðulegar.  

Hagstætt að fara í endajaxlatöku í Japan

Myndskeiðið hefur vakið mikla athygli á miðlinum, en Ída byrjar á því að segja frá því að í Japan séu allir ennþá með grímu úti, þótt það sé ekki skylda. „Númer tvö – alltaf að vera með pening á sér. Sumstaðar er ekki hægt að borga með korti og Apple Pay ... þeir vita ekkert hvað það er,“ útskýrir Ída. 

Því næst segist Ída þurfa að vera í síðermabol þegar hún fer í líkamsræktarstöðvar þar sem það megi ekki sjást í nein húðflúr. „Númer fjögur – fólk elskar að bíða í röð,“ segir Ída. 

„Næsta er uppáhaldið mitt. Það er að það kostar 2 þúsund krónur að fara í endajaxltöku hérna,“ útskýrir hún og bætir við að hún sé nú þegar búin að láta taka tvo endajaxla og sé á leiðinni að láta taka þriðja. 

@idapals nr 4 þarf ekki útskýringu ég vann í #yezzy #röðinni back in the days íslendingar bera ENGA virðingu fyrir #röðinni :/ #fyp #fypísland ♬ original sound - ÍDA
mbl.is