Líklegt að 400 hafi látist vegna Covid-19 í fyrra

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

Líklegt að 400 hafi látist vegna Covid-19 í fyrra

Líklegt er að hátt í fjögur hundruð hafi látist vegna Covid-19 á Íslandi í fyrra en ekki ríflega tvö hundruð eins og talið hefur verið.

Líklegt að 400 hafi látist vegna Covid-19 í fyrra

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líklegt er að hátt í fjögur hundruð hafi látist vegna Covid-19 á Íslandi í fyrra en ekki ríflega tvö hundruð eins og talið hefur verið.

Líklegt er að hátt í fjögur hundruð hafi látist vegna Covid-19 á Íslandi í fyrra en ekki ríflega tvö hundruð eins og talið hefur verið.

Skráð andlát vegna veirunnar voru 211 í fyrra en til viðbótar við það er Covid-19 nefnt hátt í sjötíu sinnum á dánarvottorðum, sem gerir andlát tengd veirunni hátt í þrjú hundruð.

Flest bendir til þess að dauðsföll vegna faraldursins hafi verið enn fleiri í fyrra og segir Alma Möller landlæknir að umframdauðsföll séu um fjögur hundruð, að því er Rúv greinir frá.

Segir þar að þetta muni skýrast endanlega í vor, þegar dánarmeinaskrá liggur fyrir.

mbl.is