Margar áhugaverðar senur sem fengu að fjúka

Dagmál | 1. mars 2023

Margar áhugaverðar senur sem fengu að fjúka

Heimildaþættirnir Stormur sem fjalla um Covid-19 heimsfaraldurinn á Íslandi hófu göngu sína í janúar. 

Margar áhugaverðar senur sem fengu að fjúka

Dagmál | 1. mars 2023

Heimildaþættirnir Stormur sem fjalla um Covid-19 heimsfaraldurinn á Íslandi hófu göngu sína í janúar. 

Heimildaþættirnir Stormur sem fjalla um Covid-19 heimsfaraldurinn á Íslandi hófu göngu sína í janúar. 

Þættirnir eru átta talsins en þar að baki eru ríflega 400 tökudagar og var því ekki um auðvelt verk að ræða þegar kom að því að velja réttar senur og skera niður efnið.

„Margt sem var áhugavert þurftum við svo að henda,“ segir Sævar Guðmundsson leikstjóri er hann ræddi gerð þáttanna í Dagmálum, ásamt Jóhannes Kr. Kristjánssyni, blaðamanni og framleiðanda, og Heimi Bjarnasyni klippara.

„Ég á enn eftir að taka nokkur símtöl til einmitt þessara aðila sem að er búið að klippa út, sem enduðu á gólfinu, sem að ég barðist mjög hart við að ná inn,“ segir Jóhannes. 

„En við þurfum bara að hugsa um verkið sem slíkt, að það gangi upp, burt séð frá – það er ljótt að segja það, tilfinningum annarra,“ segir Sævar.

mbl.is