Skilaboð sýna glæfralegar ákvarðanir ráðherra

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

Whatsapp-skilaboð sýna glæfralegar ákvarðanir ráðherra

Breska dagblaðið Telegraph hefur nú birt fyrsta hluta gagna sem varpa ljósi á samskipti ráðherra, sóttvarnasérfræðinga og annarra hátt settra einstaklinga hjá breskum stjórnvöldum á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Gögnin sýna tregðu þáverandi heilbrigðisráðherra til þess að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Sú tregða er sögð hafa stefnt íbúum dvalarheimila í hættu. 

Whatsapp-skilaboð sýna glæfralegar ákvarðanir ráðherra

Kórónuveiran Covid-19 | 1. mars 2023

Matt Hancock, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands.
Matt Hancock, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bretlands. AFP

Breska dagblaðið Telegraph hefur nú birt fyrsta hluta gagna sem varpa ljósi á samskipti ráðherra, sóttvarnasérfræðinga og annarra hátt settra einstaklinga hjá breskum stjórnvöldum á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Gögnin sýna tregðu þáverandi heilbrigðisráðherra til þess að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Sú tregða er sögð hafa stefnt íbúum dvalarheimila í hættu. 

Breska dagblaðið Telegraph hefur nú birt fyrsta hluta gagna sem varpa ljósi á samskipti ráðherra, sóttvarnasérfræðinga og annarra hátt settra einstaklinga hjá breskum stjórnvöldum á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Gögnin sýna tregðu þáverandi heilbrigðisráðherra til þess að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Sú tregða er sögð hafa stefnt íbúum dvalarheimila í hættu. 

Gögnin sem Telegraph hefur undir höndum eru meira en hundrað þúsund Whatsapp-skilaboð sem gengu á milli hátt settra embættismanna. Fjölmiðillinn komst yfir gögnin að tilstuðlan blaðamanns sem hafði aðgang að gögnunum vegna bókarskrifa sem hann vann að í félagi við Matt Hancock heilbrigðisráðherra, „The Pandemic Diaries“ eða Dagbækur í faraldrinum.

Ítrekað varaður við

Í fyrsta kafla uppljóstrunar Telegraph er lögð áhersla á þann fjölda dauðsfalla sem varð á dvalarheimilum á meðan á faraldrinum stóð, eftiráskýringar heilbrigðisráðherra og það hvernig hann brást við ráðleggingum sóttvarnalæknis Bretlands, Chris Whitty.

Mikill fjöldi fólks lést á enskum dvalarheimilum frá 17. apríl til 13. ágúst árið 2020 eða 17.678 manns. Þá létust yfir fjörutíu þúsund manns á enskum dvalarheimilum á fyrstu tveimur árum kórónaveirufaraldursins. Skilaboðin sýna að Hancock hafi verið ítrekað varaður við því að ástandið á dvalarheimilum væri mjög slæmt.

Einnig kemur fram að félagsmálaráðherra, Helen Whatley, hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna takmarkana á heimsóknum á dvalarheimili. Hún væri hrædd um að íbúar myndu einfaldlega gefast upp á lífinu. 

Þvert á ráðleggingar

Þá sýna Whatsapp-skilaboðin að sóttvarnarlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að allir sem lagðir væru inn á dvalarheimili færu í Covid-próf og einangrun þar til niðurstöður lægju fyrir. Samkvæmt Telegraph virðist Hancock hafa ætlað að fara eftir tilmælum Whitty í byrjun en svo skipt um skoðun. Í kjölfarið tók hann þá ákvörðun að aðeins þeir sem kæmu inn á dvalarheimili af sjúkrahúsum yrðu skyldaðir í próf.

Ekki var skylda að prófa þá sem kæmu inn á dvalarheimili annars staðar frá, starfsfólk dvalarheimilanna eða að einangra nýja íbúa. Það var ekki fyrr en í júlí og ágúst 2020 sem starfsfólk hafði greiðan aðgang að prófum fyrir sjálft sig og Covid-próf fyrir nýja íbúa dvalarheimila voru gerð að skyldu. Í ljós kom að flest smit komu inn á dvalarheimili með nýjum íbúum sem ekki höfðu verið prófaðir. Þá sagði Hancock á endanum fjölda smita koma inn á heimilin með starfsfólki.

Í þessari fyrstu samantekt Telegraph kemur einnig fram að dauðsföllum, utan þeirra vegna Covid-19, hefði fjölgað verulega. Í apríl 2020 hefðu líkur á andláti innan dvalarheimila sautjánfaldar á við þá sem utan þeirra bjuggu. Á meðan á faraldrinum stóð hafði Hancock sagst setja „verndarhring utan um dvalarheimilin“.

mbl.is