Tekjumissirinn kominn upp í milljarð

Ferðamenn á Íslandi | 1. mars 2023

Tekjumissirinn kominn upp í milljarð

Ætla má að tekjumissir ferðaþjónustunnar vegna verkfalla hótelstarfsfólks Eflingar sé kominn upp í milljarð, að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra. „Það er erfitt að áætla hvert tapið er en tekjumissirinn er verulegur og hleypur ekki lengur á hundruðum milljóna króna. Hann er kominn yfir milljarð.“

Tekjumissirinn kominn upp í milljarð

Ferðamenn á Íslandi | 1. mars 2023

Verkföll hótelstarfsmanna eru farin að bíta vel á ferðaþjónustufyrirtækjum og …
Verkföll hótelstarfsmanna eru farin að bíta vel á ferðaþjónustufyrirtækjum og er tekjumissirinn talinn kominn yfir milljarð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ætla má að tekjumissir ferðaþjónustunnar vegna verkfalla hótelstarfsfólks Eflingar sé kominn upp í milljarð, að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra. „Það er erfitt að áætla hvert tapið er en tekjumissirinn er verulegur og hleypur ekki lengur á hundruðum milljóna króna. Hann er kominn yfir milljarð.“

Ætla má að tekjumissir ferðaþjónustunnar vegna verkfalla hótelstarfsfólks Eflingar sé kominn upp í milljarð, að sögn Elíasar Bj. Gíslasonar, setts ferðamálastjóra. „Það er erfitt að áætla hvert tapið er en tekjumissirinn er verulegur og hleypur ekki lengur á hundruðum milljóna króna. Hann er kominn yfir milljarð.“

Fyrstu verkföll hótelstarfsmanna hófust 7. febrúar. Nýting á hótelrýmum á höfuðborgarsvæðinu er almennt 85% og því mörgum ferðaáætlunum raskað.

Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri.
Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri.

„Verkfallið á höfuðborgarsvæðinu er farið að hafa áhrif á afþreyingarfyrirtæki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Ef hópar hafa ekki komist fyrir í Reykjavík á þeim dögum sem þeir ætluðu sér að vera og þurfa síðan að fara eitthvað annað, þá hafa þeir hópar hætt við. Það hefur verið töluvert af afbókunum, sérstaklega hópaafbókunum,“ segir Elías. Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann sem átti að hefjast 2. mars en því var frestað til mánudagsins 6. mars.

Elías gefur ekki upp hvort þörf verði á fjöldahjálparstöð ef til verkbanns kemur. Þó sé ljóst að grípa þurfi til drastískra úrræða verði það raunin. 

mbl.is