150 milljóna raðhús á Seltjarnarnesi sem fangar augað

Heimili | 2. mars 2023

150 milljóna raðhús á Seltjarnarnesi sem fangar augað

Við Nesbala á Seltjarnarnesi er að finna sjarmerandi endaraðhús í raðhúsalengju sem reist var árið 1981. Eignin er á einni hæð og er 158 fm að stærð, en á síðustu þremur árum hefur hún hlotið heilmikla yfirhalningu að innan og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. 

150 milljóna raðhús á Seltjarnarnesi sem fangar augað

Heimili | 2. mars 2023

Þetta fallega endaraðhús er staðsett á Seltjarnarnesi.
Þetta fallega endaraðhús er staðsett á Seltjarnarnesi. Samsett mynd

Við Nesbala á Seltjarnarnesi er að finna sjarmerandi endaraðhús í raðhúsalengju sem reist var árið 1981. Eignin er á einni hæð og er 158 fm að stærð, en á síðustu þremur árum hefur hún hlotið heilmikla yfirhalningu að innan og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. 

Við Nesbala á Seltjarnarnesi er að finna sjarmerandi endaraðhús í raðhúsalengju sem reist var árið 1981. Eignin er á einni hæð og er 158 fm að stærð, en á síðustu þremur árum hefur hún hlotið heilmikla yfirhalningu að innan og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. 

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með aukinni lofthæð. Þar má sjá fallega hönnun, meðal annars glæsilegt sófaborð úr smiðju Isamu Noguchi, en borðið hannaði hann árið 1944.

Þá má einnig sjá PH5 ljósið, hönnunarklassík sem Poul Henningsen hannaði árið 1958. Veggina prýða ótal myndir í mismunandi römmum sem gefa rýminu sterkan karakter. 

Arinstofa gefur eigninni fágað yfirbragð

Frá stofu er gengið niður í afar bjarta arinstofu með fallegum arin sem gefur rýminu mikinn glæsibrag. Þaðan er útgengt á skjólgóða verönd til suðurs með heitum potti. 

Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þar af er rúmgott hjónaherbergi með fimmföldum fataskáp. Þar fá gráir tónar að njóta sín í bland við mýkri jarðtóna, en rúmið er í aðalhlutverki þar sem fallegur rúmgafl skapar notalega stemningu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Nesbali 76

mbl.is