Fundur FFR og Isavia „gífurleg vonbrigði“

Kjaraviðræður | 2. mars 2023

Fundur FFR og Isavia „gífurleg vonbrigði“

Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins (FFR), segir samningsfund félagsins við Isavia í gær hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna hefst að óbreyttu kl. 16 á morgun. 

Fundur FFR og Isavia „gífurleg vonbrigði“

Kjaraviðræður | 2. mars 2023

Fé­lags­menn FFR eru meðal ann­ars flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flug­vall­ar­eft­ir­lits­menn …
Fé­lags­menn FFR eru meðal ann­ars flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flug­vall­ar­eft­ir­lits­menn og skrif­stofu­fólk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins (FFR), segir samningsfund félagsins við Isavia í gær hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna hefst að óbreyttu kl. 16 á morgun. 

Unn­ar Örn Ólafs­son, formaður Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins (FFR), segir samningsfund félagsins við Isavia í gær hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna hefst að óbreyttu kl. 16 á morgun. 

„Það er í raun ótrúlegt að við höfum ekki náð að sigla þessu í land,“ segir Unnar í samtali við mbl.is en fundurinn stóð fram yfir miðnætti í nótt. 

„Það voru gífurleg vonbrigði hvernig fundinum lauk, það er ekki hægt að segja annað.“

Lokatilraun gerð

Aftur verður fundað á morgun og segir Unnar þann fund vera lokatilraun til þess að koma í veg fyrir yfirvinnubannið.

„Markmiðin eru ennþá þau sömu en það er leitað allra leiða til þess að leysa á hnútinn.“

Fé­lags­menn FFR eru meðal ann­ars flu­gör­ygg­is­verðir, raf­einda­virkj­ar, smiðir, flug­fjar­skipta­menn, flug­vall­ar­eft­ir­lits­menn og skrif­stofu­fólk.

mbl.is