SNR bað um frest og óvissa uppi í viðræðunum

Kjaraviðræður | 2. mars 2023

SNR bað um frest og óvissa uppi í viðræðunum

Bakslag virðist hafa átt sér stað í viðræðum samtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, við launagreiðendur ríkis og sveitarfélaga sem voru komnar á skrið.

SNR bað um frest og óvissa uppi í viðræðunum

Kjaraviðræður | 2. mars 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Bakslag virðist hafa átt sér stað í viðræðum samtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, við launagreiðendur ríkis og sveitarfélaga sem voru komnar á skrið.

Bakslag virðist hafa átt sér stað í viðræðum samtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, við launagreiðendur ríkis og sveitarfélaga sem voru komnar á skrið.

Ekkert varð úr fundarhöldum í gær þegar halda átti viðræðunum áfram þar sem samninganefnd ríkisins óskaði eftir fresti án frekari skýringa og var fundi aflýst rétt áður en hann átti að hefjast.

„Við höfum verið í samfloti BSRB, BHM og KÍ í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga sem hafa líka tekið sig saman þannig að við náum yfir nokkuð stóran hóp hjá viðsemjendunum og höfum fundað nokkuð þétt. Það hefur nokkuð oft komið upp að okkar mati að ríkið hefur viljað fresta fundum þar sem þau hafa viljað undirbúa sig eitthvað frekar en við teljum að við séum núna komin á þann stað í viðræðunum að það ætti að vera hægt að klára þetta hratt og vel. Við fengum svo beiðni í dag um frestun án nokkurra skýringa, sem við erum ekki sátt við,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is