WHO biður um gögn til að rannsaka uppruna Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 3. mars 2023

WHO biður um gögn til að rannsaka uppruna Covid-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur yfirvöld allra landa til þess að deila því sem þau vita um uppruna kórónuveirunnar Covid-19.

WHO biður um gögn til að rannsaka uppruna Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 3. mars 2023

WHO biður Kínverja um að rannsaka uppruna veirunnar og að …
WHO biður Kínverja um að rannsaka uppruna veirunnar og að deila niðurstöðum með vísindasamfélaginu á alþjóðavísu. AFP/Noel Celis

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur yfirvöld allra landa til þess að deila því sem þau vita um uppruna kórónuveirunnar Covid-19.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur yfirvöld allra landa til þess að deila því sem þau vita um uppruna kórónuveirunnar Covid-19.

„Ef einhverjar þjóðir hafa upplýsingar um uppruna heimsfaraldursins, er nauðsynlegt að þær upplýsingar verði deilt með WHO og alþjóðlega vísindasamfélaginu,“ segir framkvæmdastjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus.

„Ekki til þess að kenna neinum um, heldur til þess að auka skilning okkar á því hvernig þessi faraldur byrjaði þannig að við getum komið í veg fyrir, undirbúið okkur fyrir, og brugðist við farsóttum og heimsfaröldrum framtíðarinnar,“ sagði Ghebreyesus á blaðamannafundi.

„WHO heldur áfram að biðla til Kína að sýna gagnsýni með því að deila gögnum og til þess að gera nauðsynlegar rannsóknir og deila niðurstöðunum,“ segir Ghebreyesus.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP/Omar Haj Kadour

Segja veiruna hafa orðið til á tilraunastofu

Christopher Wray, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur slegið því föstu að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til veiru sem barst út úr rannsóknarstofu á vegum kínverskra stjórnvalda í Wuhan.

Yfirvöld í Kína hafa harðlega gagnrýnt þessa staðhæfingu og kalla hana rógsherferð gegn Kína.

mbl.is