Sífellt ólíklegra að börnin heimsæki Bretland

Sífellt ólíklegra að börnin heimsæki Bretland

Það að Harry og Meghan eigi ekki lengur stað til þess að dvelja á á Bretlandi gerir það enn ólíklegra að þau ferðist með börnunum sínum til landsins. 

Sífellt ólíklegra að börnin heimsæki Bretland

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. mars 2023

Meghan og Harry fara ekki oft til Englands.
Meghan og Harry fara ekki oft til Englands. AFP

Það að Harry og Meghan eigi ekki lengur stað til þess að dvelja á á Bretlandi gerir það enn ólíklegra að þau ferðist með börnunum sínum til landsins. 

Það að Harry og Meghan eigi ekki lengur stað til þess að dvelja á á Bretlandi gerir það enn ólíklegra að þau ferðist með börnunum sínum til landsins. 

Harry og Meghan fá ekki sérstaka vernd þegar þau heimsækja Bretland og þurfa að gera sjálf umfangsmiklar ráðstafanir. Þetta hefur Harry verið mjög ósáttur við. Þau leggja mikið upp úr því að börnin séu vernduð og sjálf eru þau með mikla gæslu á heimili sínu í Kaliforníu. Eins og staðan er núna vilja þau síður ferðast með börnin til Bretlands þar sem þeim finnst það einfaldlega of áhættusamt.

Frogmore Cottage er einn fárra staða sem standast kröfur þeirra um öryggi en það er skammt frá Windsor kastalanum og fellur því undir umsjá öryggisteymis konungshallarinnar.

Staðurinn er þeim kær

Frogmore Cottage var fyrsta heimili þeirra sem hjón og er staðurinn þeim mjög kær. Þau hafa dvalið þar í heimsóknum sínum og héldu meðal annars upp á eins árs afmæli dótturinnar þar. Harry og Meghan hafa alltaf litið á húsið sem gjöf frá drottningunni en það voru í raun yfirráð yfir eigninni sem færðust yfir til þeirra en ekki sjálf fasteignin. Nú ræður Karl kóngur yfir öllum fasteignum krúnunnar. 

Nú hefur heimsóknum Harry og Meghan til Bretlands fækkað til muna og húsið stendur autt. Þá ríkir enn óvissa um hvort þau muni mæta í krýningu Karls í maí en þau hafa fengið frest til þess að rýma húsið þar til eftir krýninguna. Ef til vill verður þetta þeirra síðasta ferð til Bretlands þar sem þau taka börnin með sér.

Lilibet fagnaði eins árs afmæli í garði Frogmore Cottage.
Lilibet fagnaði eins árs afmæli í garði Frogmore Cottage. mbl.is/Instagram
mbl.is