Sólveig hannaði einstakt fjölskylduhús í Garðabæ

Heimili | 5. mars 2023

Sólveig hannaði einstakt fjölskylduhús í Garðabæ

Sólveig Andrea og húsráðendur voru sammála um að húsið ætti að vera tímalaust og notalegt að innan. Innréttingar úr reyktri eik leika stórt hlutverk ásamt marmara og mjúkum litum á veggjum.

Sólveig hannaði einstakt fjölskylduhús í Garðabæ

Heimili | 5. mars 2023

Eldhúsinnréttingin var sérsmíðuð eftir teikningum Sólveigar Andreu. Marmarinn í eldhúsinu …
Eldhúsinnréttingin var sérsmíðuð eftir teikningum Sólveigar Andreu. Marmarinn í eldhúsinu er frá Fígaró. Ljósmynd/Ína María

Sólveig Andrea og húsráðendur voru sammála um að húsið ætti að vera tímalaust og notalegt að innan. Innréttingar úr reyktri eik leika stórt hlutverk ásamt marmara og mjúkum litum á veggjum.

Sólveig Andrea og húsráðendur voru sammála um að húsið ætti að vera tímalaust og notalegt að innan. Innréttingar úr reyktri eik leika stórt hlutverk ásamt marmara og mjúkum litum á veggjum.

„Óskir húsráðenda voru að húsið hentaði þeirra fjölskyldu. Það héldi vel utan um þau og væri fallegt í alla staði,“ segir hún. Ekki þurfti að breyta skipulagi á húsinu áður en hafist var handa við að innrétta það.

„Það þurfti ekki að breyta skipulagi á veggjum því svæðið á efri hæðinni er opið og fallegt með geggjuðu útsýni. Það er hægt að ganga út á svalir til að njóta útsýnisins og einnig út í fallegan garð,“ segir Sólveig Andrea.

Það er gott vinnupláss í eldhúsinu. Spanhelluborð er í eyjunni …
Það er gott vinnupláss í eldhúsinu. Spanhelluborð er í eyjunni en vaskurinn er upp við vegginn. Takið eftir hvað það er fallegt að láta marmarann ná aðeins upp á vegginn. Ljósmynd/Ína María
Ljósmynd/Ína María
Ljósmynd/Ína María

Í húsinu er hátt til lofts og vítt til veggja. Hún segir að hljóðvist skipti mjög miklu máli og lagði hún áherslu á að hún væri sem best.

„Húsráðandi í samráði við mig vildi setja viðarhljóðplötur í loft á alrýminu og einnig setum við það inn á baðherbergin og kemur það skemmtilega út. Við ákváðum að setja WoodUpp-viðarklæðningu frá EBSON í loftin og láta Lúmex hanna lýsingu í allt húsið. Við sjáum ekki eftir því. Enda er lýsing mjög mikilvæg þegar kemur að framkvæmdum og hugsa þarf um hana strax í upphafi hönnunar,“ segir hún.

Allar innréttingar í húsið voru sérsmíðaðar eftir teikningum Sólveigar Andreu. Þær eru allar úr reyktri eik. Til þess að heimilið yrði ekki of dökkt valdi hún marmara á móti sem kemur frá Fígaró.

„Þetta val á efnivið í innréttingarnar kemur vel út í þessu bjarta og opna rými. Við fórum með allar teikningar til Formus og fengum þar allar innréttingar smíðaðar á sama stað. Einnig eru hurðirnar frá þeim í sama við og allar innréttingar,“ segir hún en bæsuð eik varð fyrir valinu.

Ljósmynd/Ína María
Hringlaga spegill fer vel við marmaravaskinn úr Fígaró.
Hringlaga spegill fer vel við marmaravaskinn úr Fígaró. Ljósmynd/Ína María

Á gólfunum eru nokkur mismunandi gólfefni. Á baðherbergi, forstofu og þvottahúsi eru flísar frá EBSON. Parketið er úr sömu verslun. Á stiganum er hins vegar teppi frá Stepp.

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar þú hannar heimili?

„Finnst öll heimili þurfa að vera tímalaus og henta húsráðendum sem búa þar. Einnig að efnisval spili saman í húsinu og grunnurinn sé góður og vel valinn. Mér finnst lýsing skipta mjög miklu máli. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvað lýsing skiptir miklu máli og er alltaf punkturinn yfir i-ið til að fá fallega lokaútkomu. Þegar það er verið að hanna heilt hús þá þarf að hugsa út í þessi atriði strax í byrjun. Skiptir svo miklu máli að hafa grunninn góðan, þá verður húsið tímalaust og alltaf fallegt.“

Hvað drífur þig áfram í hönnuninni?

„Fólkið og lokaútkoman á hverju verkefni fyrir sig. Er alltaf jafn spennt og verkkaupinn að sjá verk klárast og sjá lokaútkomuna. Og heildarmyndina á verkefninu,“ segir hún og hlær.

„Hönnunarferli getur tekið tíma frá fyrsta fundi að lokaútkomu og kynnist ég oft fólkinu vel og er oft sjálf flutt inn í huganum á hverjum stað. Einnig finnst mér fólk almennt í dag farið að hugsa meira um að fá innanhússarkitekta strax við upphaf verks til að hægt sé að skoða saman grunnmyndina og gera breytingar strax í byrjun og hugsa um öll atriði sem þarf að hugsa um í byrjun hönnunarferils.

Það getur verið kostnaðarsamt að breyta miklu eftir á, bæði lögnum og rafmagni. Best er að fá okkur sem fyrst inn í verkið og vera komin með heildarmynd á húsið áður en hafist er handa. Það kemur alltaf betur út og einnig er það hagstæðara, ef það þarf að færa til lagnir og annað, að gera það í upphafi verks. Svo er hægt að fara í efnisval þegar grunnmyndin er orðin góð og fara þá í vinnuteikningar á öllum innréttingum.“

Á gólfunum eru flísar sem voru keyptar í EBSON.
Á gólfunum eru flísar sem voru keyptar í EBSON. Ljósmynd/Ína María

Eru innanhússarkitektar ekki stundum eins og sálfræðingar?

„Guð jú, eða hjónabandsráðgjafar. Þegar fólk er ekki alveg sammála þarf oft að nota sálfræðina til að ná því fram sem ég hef í huga. Og fólk er alltaf ánægt með þá niðurstöðu í lokin.“

Hvernig bregstu við þegar hjón eru mjög ósammála?

„Oftast eru hjón búin að ræða sín á milli hvað þau vilja og hvað þau vilja ekki. Og koma með sínar þarfir. Ég kem svo með mínar tillögur að efnisvali og við vinnum oft út frá þeim í sameiningu. Alltaf er farsæll endir og allir glaðir með lokaútkomuna.“

Í húsinu er sérsmíðað skrifborð sem er úr sama við …
Í húsinu er sérsmíðað skrifborð sem er úr sama við og aðrar innréttingar í húsinu. Ljósmynd/Ína María
Gluggatjöldin í húsinu koma frá Casalísa.
Gluggatjöldin í húsinu koma frá Casalísa. Ljósmynd/Ína María
Hnausþykkur marmari úr Fígaró fer vel við bæsaðar eikarinnréttingar sem …
Hnausþykkur marmari úr Fígaró fer vel við bæsaðar eikarinnréttingar sem voru sérsmíðaðar. Ljósmynd/Ína María
Speglaskápurinn fyrir ofan vaskinn passar vel við aðra skápa, vaskinn …
Speglaskápurinn fyrir ofan vaskinn passar vel við aðra skápa, vaskinn og flísarnar. Ljósmynd/Ína María
Ljósmynd/Ína María
Mikið er lagt í öll smáatriði samanber þessa hurðahúna.
Mikið er lagt í öll smáatriði samanber þessa hurðahúna. Ljósmynd/Ína María
mbl.is