Týnt í áratugi en gæti loks þjónað kónginum

Týnt í áratugi en gæti loks þjónað kónginum

Þau tímamót gætu orðið fyrir krýningu Karls III. Bretakonungs að konungur Bretlands sofi loksins í rúmi sem var einmitt smíðað í þeim tilgangi; að þjóðhöfðingi breska konungsríkisins myndi sofa í því nóttina fyrir krýningarathöfn sína. 

Týnt í áratugi en gæti loks þjónað kónginum

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. mars 2023

Hvar ætli Karl halli höfði sínu fyrir krýningarathöfnina 6. maí?
Hvar ætli Karl halli höfði sínu fyrir krýningarathöfnina 6. maí? Samsett mynd

Þau tímamót gætu orðið fyrir krýningu Karls III. Bretakonungs að konungur Bretlands sofi loksins í rúmi sem var einmitt smíðað í þeim tilgangi; að þjóðhöfðingi breska konungsríkisins myndi sofa í því nóttina fyrir krýningarathöfn sína. 

Þau tímamót gætu orðið fyrir krýningu Karls III. Bretakonungs að konungur Bretlands sofi loksins í rúmi sem var einmitt smíðað í þeim tilgangi; að þjóðhöfðingi breska konungsríkisins myndi sofa í því nóttina fyrir krýningarathöfn sína. 

Rúmið á sér um margt merkilega sögu því það týndist í marga áratugi og fannst loksins í ullarverksmiðju í Wales á áttunda áratug síðustu aldar.

Þetta tiltekna rúm var smíðað árið 1858 en hefð krýningarrúmsins nær aftur til 16. aldar þegar Henry VIII. Hefð var fyrir því að nóttina fyrir krýningarathöfn svæfi þjóðhöfðinginn í rúminu, í Westminister, og síðan í höllinni. 

Rúmið er smíðað fyrir konung, en er þó litlu stærra …
Rúmið er smíðað fyrir konung, en er þó litlu stærra en hin svokallaða „king size“ rúm. AFP

Eyðilagðist í bruna

Féll hefðin í gleymsku en var endurreist af Georg IV. árið 1821. Rúmið sem hann svaf í fyrir krýningarathöfn sína brann hins vegar í brunanum 1834 í Westminster. 

Annað rúm, þetta tiltekna rúm sem um ræðir, var því smíðað árið 1858 en hefur aldrei verið notað. Það var ekki tilbúið þegar Viktoría drottning var krýnd árið 1838 og næstu þjóðhöfðingjar á eftir henni vildu ekki halda hefðinni gangandi. 

Var rúmið tekið í sundur og sett í geymslu þegar seinni heimstyrjöldin geisaði og gleymdist. 

Kapparnir voru endurgerðir árið 1984.
Kapparnir voru endurgerðir árið 1984. AFP

Í raun týndist það því ekki var vitað hvar rúmið væri niðurkomið þegar Elísabet II. Bretadrottning var krýnd árið 1953. 

Það var ekki fyrr síðla á áttunda áratug síðustu aldar sem safnafræðingurinn Clive Wainwright hóf leit að því. Leitin gekk við og steig fjölskylda fram sem sagðist hafa fundið það í ullarverksmiðju í Wales. 

Það hafði verið sett á uppboð fyrir 100 pund á sjöunda áratugnum af foreldrum Richard Martin, sem er nú sjötugur.

Rúmið er nú í Westminster.
Rúmið er nú í Westminster. AFP

Er nú til sýnis

Í um 20 ár hafði rúmið verið í fjölskyldunni og mikið notað. Fæddist meðal annars einn sonur þeirra hjóna, Benedict, í rúminu árið 1965. 

Breska krúnan keypti rúmið aftur af fjölskyldunni og lét lagfæra það og bæta. Upprunalegu gardínurnar í rúminu, með rós fyrir England, þistli fyrir Skotland og smára fyrir Írland, voru löngu horfnar. Þær voru hins vegar endurgerðar árið 1984. 

Nú er rúmið til sýnis í Westminster og geta áhugasöm kíkt á rúmið sem enginn þjóðhöfðingi hefur enn sofið í. Hins vegar verður ekki hægt að skoða það í kringum þá helgi sem Karl III. verður krýndur í maí. Ekkert hefur þó verið gefið upp um hvort Karl ætli sér að sofa í rúminu nóttina fyrir athöfnina. 

AFP
mbl.is