Hiti í þingmönnum er verðbólgan var rædd

Alþingi | 6. mars 2023

Hiti í þingmönnum er verðbólgan var rædd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tókust á um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgunni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Hiti í þingmönnum er verðbólgan var rædd

Alþingi | 6. mars 2023

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siguður Ingi Jóhannson.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siguður Ingi Jóhannson. Samsett mynd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tókust á um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgunni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tókust á um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgunni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Þorgerður Katrín ræddi um stýrivexti og benti á að líklega myndu þeir hækka í tólfta sinn í röð í þessum mánuði „...með óheyrilegum og óbærilegum afleiðingum fyrir heimilin og þau fyrirtæki landsins sem eru innan krónuhagkerfisins en eins og við vitum að þá eru mörg fyrirtæki sem eru fyrir utan þau og við erum búin að benda ítrekað á það að eru nokkrar þjóðir í þessu landi.“

Þorgerður segir afneitun um ástandið ríkja á meðal fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Aðilar á markaði aðrir en ríkisstjórnin séu að gera það sem þeir geta til að halda verðbólgunni niðri.

„Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til þess að berjast við verðbólguna og koma heimilunum í samfélaginu til bjargar?“ spurði Þorgerður Katrín og beindi fyrirspurn sinni að Sigurði Inga.

Ríkisstjórnin ekki aðgerðarlaus

Sigurður Ingi sagði að ríkisstjórnin væri ekki aðgerðarlaus. Eitt af því sem gert sé í innviðaráðuneytinu í þessu samhengi til lengri tíma sé að koma fram með húsnæðisstefnu með áætlanir um uppbyggingu þar sem hið opinbera taki virkan þátt í að búa til jafnvægi á húsnæðismarkaðnum.

„Þannig að hann verði ekki einn og sér þessi hvati til þess að dýpka kreppurnar og að blása síðan í nýja upprisu með miklum skyndingu þar sem að fjöldi fólks kemst ekki út á húsnæðismarkaðinn vegna þess að það er ekkert byggt.“

Ekkert plan hjá ríkisstjórninni

„Hér kemur þriðji formaðurinn í röð og segir að við séum að gera fullt en samt er verðbólgan þar sem hún er. Samt erum við búin að standa frammi fyrir 11 vaxtahækkunum í röð. Það er ekkert plan í gangi hjá ríkisstjórninni,“ sagði Þorgerður Katrín við innviðaráðherra og barði í pontu.

Hún sagði ríkisstjórnina vera búna að hafa nægan tíma til að bregðast við ástandinu.

„Við heyrum Vinstri græna tala um skattahækkanir í ýmsu formi. Við heyrum Sjálfstæðisflokkinn boða aðhald einhvern tíman í fjárlögum næsta árs en við þurfum aðgerðir núna. Framsókn kemur og skilar auðu. Það er eins og hún sé ekki í þessari ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður.

„Mér finnst það miður að hún [ríkisstjórnin] geti ekki drattast til þess að koma með aðgerðir sem hjálpa heimilunum í landinu núna. Ekki eftir eitt ár, ekki eftir tvö ár og ekki eftir fimm ár.“

„Endemis vitleysa“

Sigurður Ingi svaraði Þorgerði Katrínu öðru sinni:

„Ég veit ekki hvort að háttvirtur þingmaður nær betri hljómgrunni með því að koma alltaf með þessa sömu ræðu hér upp eða að hækka röddina,“ sagði hann.

Hann sagði staðreyndina vera að á síðasta ári hafi húsnæðisbætur verið hækkaðar um 24% til þeirra sem verst hafa það á húsnæðismarkaði. Þá hafi vaxtabætur verið hækkaðar og barnabætur einnig.

„Háttvirtur þingmaður veit það þrátt fyrir að hún komi hérna upp reglulega og haldi því fram að hér sé ekkert gert því hér sé einhver sérstök tegund af ríkisstjórn sem kalli á aðgerðarleysi, sem er náttúrulega endemis vitleysa.“

mbl.is