Opnar sig um notkun hugvíkkandi efna

Andleg heilsa | 6. mars 2023

Opnar sig um notkun hugvíkkandi efna

Harry Bretaprins opnaði sig nýverið um geðheilsu sína og talaði opinskátt um að notast við hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Hann segir efnin hafa opnað á ýmsa hluti sem hann hafi bælt niður í mörg ár. 

Opnar sig um notkun hugvíkkandi efna

Andleg heilsa | 6. mars 2023

Harry Bretaprins segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað sér að takast …
Harry Bretaprins segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað sér að takast á við áföll og sársauka úr fortíðinni. AFP

Harry Bretaprins opnaði sig nýverið um geðheilsu sína og talaði opinskátt um að notast við hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Hann segir efnin hafa opnað á ýmsa hluti sem hann hafi bælt niður í mörg ár. 

Harry Bretaprins opnaði sig nýverið um geðheilsu sína og talaði opinskátt um að notast við hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Hann segir efnin hafa opnað á ýmsa hluti sem hann hafi bælt niður í mörg ár. 

Fram kemur á vef Page Six að Harry hafi rætt við áfallasérfræðinginn Gabor Maté síðastliðinn laugardag. Þá hafi hann talað um að hugvíkkandi efni hafi hjálpað sér að takast á við fyrri áföll. 

„Þau þrifu framrúðuna mína, fjarlægðu síur lífsins, þessi lög af síum – þau fjarlægðu þetta allt fyrir mig og færðu mér slökun, létti, þægindi og léttleika,“ sagði hann. 

Í fyrstu notuð til afþreyingar

Til að byrja með segist Harry hafa notað hugvíkkandi efni sér til afþreyingar, en hann hafi síðar áttað sig á kostum efnanna. „Ég myndi segja að þau væru einn af grundvallarþáttum lífs míns sem breyttu mér og hjálpuðu mér að takast á við áföll og sársauka í fortíðinni,“ sagði hann.

Nýlega viðurkenndi Harry að hafa notað fíkniefni, eins og kókaín og marijúana, sem unglingur í bók sinni, Spare, sem kom út í janúar síðastliðnum. 

mbl.is