Verkbannið löglegt

Kjaraviðræður | 6. mars 2023

Verkbannið löglegt

Verkbann Samtaka atvinnulífsins gegn félagsmönnum Eflingar er löglegt. Dómur var kveðinn upp í máli Alþýðusambands Íslands gegn SA kl. 15.

Verkbannið löglegt

Kjaraviðræður | 6. mars 2023

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, og Ragnar Árnason lögfræðingur SA.
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, og Ragnar Árnason lögfræðingur SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkbann Samtaka atvinnulífsins gegn félagsmönnum Eflingar er löglegt. Dómur var kveðinn upp í máli Alþýðusambands Íslands gegn SA kl. 15.

Verkbann Samtaka atvinnulífsins gegn félagsmönnum Eflingar er löglegt. Dómur var kveðinn upp í máli Alþýðusambands Íslands gegn SA kl. 15.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Þrátt fyrir það hélt ASÍ stefnu sinni til streitu en atkvæðagreiðslu lýkur á miðvikudag.

ASÍ taldi að ákvörðun um verk­bann væri ógild, meðal ann­ars sök­um þess að stjórn SA hafi verið óheim­ilt að taka ákvörðun um verk­bann og vegna þess að ójafnt at­kvæðavægi félagsmanna SA í kosn­ing­unni um verk­bannið eigi sér ekki laga­stoð.

Einnig taldi ASÍ að verk­banns­boðun sé tal­in ólög­leg vegna þess að all­ir fé­lags­menn SA voru á kjör­skrá burt­séð frá því hvort þeir starfi á fé­lags­svæði Efl­ing­ar eða ekki. Þá til­greindi ASÍ einnig form­galla á verk­banns­boðun­inni sem gerðu hana ólög­lega.

mbl.is