Dagmál í 2 ár: Voru bara kaupmenn á einkaþotum

Dagmál | 7. mars 2023

Dagmál í 2 ár: Voru bara kaupmenn á einkaþotum

Til snarpra orðaskipta kom milli Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar, for­manns fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins og þátta­stjórn­enda Dag­mála þar sem fortíð Gunn­ars Smára var rifjuð upp en hann starfaði lengi að verk­efn­um tengd­um blaðaút­gáfu sem fjár­mögnuð var af ís­lensk­um auðkýf­ing­um.

Dagmál í 2 ár: Voru bara kaupmenn á einkaþotum

Dagmál | 7. mars 2023

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokks Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til snarpra orðaskipta kom milli Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar, for­manns fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins og þátta­stjórn­enda Dag­mála þar sem fortíð Gunn­ars Smára var rifjuð upp en hann starfaði lengi að verk­efn­um tengd­um blaðaút­gáfu sem fjár­mögnuð var af ís­lensk­um auðkýf­ing­um.

Til snarpra orðaskipta kom milli Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar, for­manns fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins og þátta­stjórn­enda Dag­mála þar sem fortíð Gunn­ars Smára var rifjuð upp en hann starfaði lengi að verk­efn­um tengd­um blaðaút­gáfu sem fjár­mögnuð var af ís­lensk­um auðkýf­ing­um.

Gunnar Smári kom í leiðtogaviðtal hjá þeim Andrési Magnússyni og Stefáni Einari Stefánssyni í aðdraganda þingkosninga haustið 2021 þar sem leiðtogar allra framboða mættu til leiks, einn og einn í senn. Vöktu þessi viðtöl mikla eftirtekt.

Sagðist Gunn­ar í raun aldrei hafa verið kapí­talisti, hann hafi aðeins unnið fyr­ir þá. Sá sem kall­ist kapí­talisti þurfi að eiga kapí­tal en að hann hafi aðeins verið launamaður.

Smelltu hér og tryggðu þér frían vikupassa af Dagmálum. 

Á einkaþotum með for­stjór­laun og á for­stjórajeppa

„Þú varst að vinna með mönn­um sem voru með tug­millj­arða um­svif. Þú varst að kaupa tug­millj­arða stór­fyr­ir­tæki er­lend­is. Þú ferðaðist um á einkaþotu, við Andrés höf­um aldrei ferðast á einkaþotu. Það er ekki óeðli­legt að spyrja sig hvað ger­ist frá því að menn standa í þessu, ferðist um að einkaþotu, kaupi stór­fyr­ir­tæki, ráði og reki fólk, er á for­stjóra­laun­um og á for­stjórajepp­um og séu svo allt í einu farn­ir að tala fyr­ir því að brjóta þurfi upp stór­fyr­ir­tæk­in því fólk hafi það ekki nógu gott í sam­fé­lag­inu.“

„Sko, ég lifi í kapí­talísku sam­fé­lagi og hef verið að vinna inn­an þess,“ svar­ar Gunn­ar og bæt­ir við: „Ég var blaðamaður sem var mikið til á jaðri blaðamennsk­unn­ar. Þá var Morg­un­blaðið og RÚV miðja fjöl­miðlun­ar. Ég lærði það smátt og smátt að það er ekki hægt að lifa á jaðrin­um því þegar það kem­ur kreppa þá ertu bara þurrkaður út. Það átti við um mörg dag­blöð sem ég hafði tekið þátt í og unnið á. Ég vann á NT í gamla daga, það hvarf, ég vann á Helgar­póst­in­um og hann hvarf og ég vann á Press­unni og hún hvarf, reynd­ar löngu eft­ir að ég hætti á henni.“

Ægi­vald Sjálf­stæðis­flokks­ins og Kol­krabb­ans

Seg­ir hann að þegar hann hafi komið að Frétta­blaðinu hafi það verið komið í þrot. Hann hafi upp­lifað það sem svo að blaðið hafi verið sett í þrot og að hverj­ar dyrn­ar á fæt­ur öðrum hefðu lokast á Svein R. Eyj­ólfs­son og Eyj­ólf Sveins­son sem höfðu komið því á lagg­irn­ar.

„Ég er al­inn upp í ægi­valdi Sjálf­stæðis­flokks­ins og Kol­krabb­ans. Það var ógn­in í sam­fé­lag­inu. Hvernig get­ur þú haldið Frétta­blaðinu gang­andi. Þá mundi ég eft­ir sögu Morg­un­blaðsins. Þegar það lenti í vand­ræðum 1922 eða 1923 þá voru það kaup­menn­irn­ir í Reykja­vík sem reistu það við. Því ástæðan var sú að kaup­menn­irn­ir þurftu miðil til að bera aug­lýs­ing­ar sín­ar til kúnn­ana. Þannig að ég fór til kaup­mann­anna í Reykja­vík, ann­ars veg­ar Árna Hauks­son­ar sem rak Húsa­smiðjuna og Jóns Ásgeirs sem rak Hag­kaup og Baug,“ seg­ir Gunn­ar Smári til skýr­ing­ar.

Er hon­um þá bent á að menn­irn­ir sem hann nefni til sög­unn­ar séu og hafi verið meira en bara kaup­menn á horn­inu. Þarna sé um að ræða kapí­tal­ista með millj­arða fjár­fest­ing­ar und­ir. Hafn­ar Gunn­ar þeirri lýs­ingu og bend­ir á að um­svif Baugs hafi t.d. ekki orðið gríðarleg fyrr en seinna, jafn­vel þótt fyr­ir­tækið hafi verið orðið stærsti smá­söluaðili lands­ins á þess­um tíma.

„Ástæðan fyr­ir því að ég fór til þeirra er sú að ég veit að þeir höfðu sam­eig­in­lega hags­muni. Ef Frétta­blaðið hefði dáið þá hefði Morg­un­blaðið skrúfað upp verð á aug­lýs­ing­um og sett þá í [...] þannig að við höfðum ólíka hags­muni en sam­eig­in­lega hags­muni af því að halda Frétta­blaðinu lif­andi.“

Viðtalið í heild sinni má nálg­ast hér.

mbl.is