Tryllt 175 milljóna þakíbúð með heitum potti

Heimili | 7. mars 2023

Tryllt 175 milljóna þakíbúð með heitum potti

Við Hallgerðargötu í Reykjavík er að finna glæsilega 166 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020 og hannað af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt og THG arkitektum. 

Tryllt 175 milljóna þakíbúð með heitum potti

Heimili | 7. mars 2023

Við Hallgerðargötu í Laugarneshverfinu er að finna glæsilega lúxusíbúð sem …
Við Hallgerðargötu í Laugarneshverfinu er að finna glæsilega lúxusíbúð sem státar meðal annars af 52 fm þakverönd með heitum potti. Samsett mynd

Við Hallgerðargötu í Reykjavík er að finna glæsilega 166 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020 og hannað af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt og THG arkitektum. 

Við Hallgerðargötu í Reykjavík er að finna glæsilega 166 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020 og hannað af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt og THG arkitektum. 

Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta þar sem kröftugir litir mæta mildum jarðtónum og mynda skemmtilegar andstæður. Íbúðin er björt með síðum gluggum sem veita glæsilegt útsýni til suðausturs. 

Stórt og tignarlegt eldhús er í íbúðinni með góðu vinnu- og skápaplássi. Viðarpanill á vegg gefur rýminu sterkan karakter til móts við fallegar grænar flísar milli neðri og efri skápa. Við eldhúseyjuna má sjá barstóla frá danska hönnunarmerkinu Hay í fallegum appelsínugulum lit. 

52 fm þakverönd með heitum potti

Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í íbúðinni, þar af er rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi og sér baðherbergi.

Baðherbergin eru sérlega glæsileg með fallegum grænum flísum á veggjum og ítölskum steypuflísum á gólfi. Þá gefa innbyggð blöndunartæki og falleg lýsing baðherbergjunum mikinn lúxusbrag. 

Frá íbúðinni er útgengt á tvennar svalir og einstaka 52 fm þakverönd með heitum potti sem setur sannarlega punktinn yfir i-ið. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hallgerðargata 21

mbl.is