Vill vinnustaðabyltingu í anda metoo

Dagmál | 7. mars 2023

Vill vinnustaðabyltingu í anda metoo

Sunna Arnardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum segist vilja sjá vinnustaðabyltingu á Íslandi þar sem starfsfólk á gólfi láti í sér heyra þar sem aðstæður eru erfiðar eða jafnvel óbærilegar. Hún horfir til aðferða metoo byltingarinnar í þeim efnum.

Vill vinnustaðabyltingu í anda metoo

Dagmál | 7. mars 2023

Sunna Arnardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum segist vilja sjá vinnustaðabyltingu á Íslandi þar sem starfsfólk á gólfi láti í sér heyra þar sem aðstæður eru erfiðar eða jafnvel óbærilegar. Hún horfir til aðferða metoo byltingarinnar í þeim efnum.

Sunna Arnardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum segist vilja sjá vinnustaðabyltingu á Íslandi þar sem starfsfólk á gólfi láti í sér heyra þar sem aðstæður eru erfiðar eða jafnvel óbærilegar. Hún horfir til aðferða metoo byltingarinnar í þeim efnum.

Sunna hefur vakið athygli fyrir greinaskrif um neikvæða vinnustaðamenningu þar sem hún skrifað um vanhæfa stjórnandann og afleiðingar þess fyrir undirmenn og viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.

Hún kallar eftir frekari stuðningi frá verkalýðsfélögum við mál af þessum toga þar sem vanhæfir stjórnendur valda því oft að hinn almenni starfsmaður upplifir margvísleg vandamál og óþægindi.

Sunna er gestur Dagmála í dag og fer þar yfir hluti sem tengjast neikvæðri vinnustaðamenningu. Það er ekki bara vanhæfi stjórnandinn sem hefur mikil og neikvæð áhrif á vinnustað. Oft fylgir þessu ástandi meðvirkni hjá teymi stjórnandans sem smitar út frá sér og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér vinnustaðinn.

Vettvangur til að deila sögum af þessum toga er ekki til en Sunnu langar að byggja hann upp. Það er nefnilega hægt að taka á málum á borð við vanhæfa stjórnendur og meðvirkni.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is