Dómurinn yfir Jóni Baldvini stendur

Jón Baldvin Hannibalsson | 8. mars 2023

Dómurinn yfir Jóni Baldvini stendur

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í máli þar sem hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur á Spáni árið 2018.

Dómurinn yfir Jóni Baldvini stendur

Jón Baldvin Hannibalsson | 8. mars 2023

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni í héraðsdómi …
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni í héraðsdómi árið 2021. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í máli þar sem hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur á Spáni árið 2018.

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í máli þar sem hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur á Spáni árið 2018.

Í málskotsbeiðninni vísaði Jón Baldvin meðal annars til þess að hann teldi ekki liggja fyrir sönnun um að háttsemin sem honum var gefin að sök í ákærunni væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Taldi hann þörf á fordæmi Hæstaréttar varðandi það atriði. Þá taldi hann einnig annmarka á sönnunarmati Landsréttar sem gætu leitt til ómerkingar dómsins og vísaði hann til framburðar Carmenar og móður hennar sem Jón Baldvin taldi mótsagnarkenndan í mörgu tilliti.

Jón Baldvin vísar einnig til þess að hann hafi verið sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti og því fullnægi málið skilyrðum um veitingu áfrýjunarleyfis.

Hæstiréttur segir hins vegar að þegar horft sé til gagna málsins verði hvorki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu né að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlaust Hæstaréttar. Sönnunarmat Landsréttar byggi að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar og það verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Er beiðninni um áfrýjunarleyfi því hafnað.

Carmen Jóhannsdóttir kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot sem átti sér …
Carmen Jóhannsdóttir kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað á heimili Jón Baldvins og eiginkonu hans á Spáni í júní árið 2018. mbl.is/Eggert

Í Landsrétti var Jón Baldvin sem fyrr segir dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Car­men Jó­hanns­dótt­ur, þegar hún var gest­kom­andi á heim­ili hans og eig­in­konu hans í Salobreña í Andal­ús­íu á Spáni, í júní 2018. Hafði hann strokið bakhluta Carmenar í matarboði á heimili þeirra að loknum leik Íslands og Arg­entínu á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu.

mbl.is