Skírð í leyni og orðin prinsessa

Skírð í leyni og orðin prinsessa

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex létu skíra dóttur sína Lilibet Díönu í Bandaríkjunum hinn 3. mars síðastliðinn. 

Skírð í leyni og orðin prinsessa

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. mars 2023

Lilibet Díana er komin með prinsessutitil.
Lilibet Díana er komin með prinsessutitil. mbl.is/Instagram

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex létu skíra dóttur sína Lilibet Díönu í Bandaríkjunum hinn 3. mars síðastliðinn. 

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex létu skíra dóttur sína Lilibet Díönu í Bandaríkjunum hinn 3. mars síðastliðinn. 

Hjónin héldu litla athöfn á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Erkibiskupinn í Los Angeles, sér John Taylor skírði litlu stúlkuna að sögn talsmanns hjónanna sem staðfesti fréttirnar við People

Athygli vekur að í svari talsmannsins er Lilibet litla með prinsessutitil en hingað til hafa börn Harrys og Meghan ekki fengið konunglega titla. Þannig hefur Archie sonur þeirra aldrei borið konunglegan titil.

Eftir að Karl tók við völdum af móður sinni í Bretlandi eiga börn Harrys rétt á konunglegum titlum. Nú virðast Harry og Meghan hins vegar ætla að nýta tækifærið og gefa börnum sínum titla. 

Samkvæmt heimildum People var nánustu fjölskyldu Harrys, Karli III. Bretakonungi, Kamillu drottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu boðið en komu þau ekki. Doria Ragland, móðir Meghan, var viðstödd. 

Vinur hjónanna, Tyler Perry, gerði sér ferð til Montecito til að verða viðstaddur atöfnina. Sást hann fljúga þangað frá Atlanta með 10 manna gospelkór með sér. Söng kórinn lögin Oh Happy Day og This Little Light of Mine við athöfnina. 

mbl.is