„Borgar sig ekki að leigja út húsnæði“

Húsnæðismarkaðurinn | 9. mars 2023

„Borgar sig ekki að leigja út húsnæði“

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, telur að leiguverð eigi inni hækkanir og leigubremsa sé ekki lausn þar sem framboð og eftirspurn eigi að ráða á leigumarkaði sem öðrum mörkuðum.

„Borgar sig ekki að leigja út húsnæði“

Húsnæðismarkaðurinn | 9. mars 2023

Sigurður segir takmarkanir á leigu í formi leigubremsu eða leiguþaks …
Sigurður segir takmarkanir á leigu í formi leigubremsu eða leiguþaks dragi úr framboði og viðhaldi verði ábótavant. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, telur að leiguverð eigi inni hækkanir og leigubremsa sé ekki lausn þar sem framboð og eftirspurn eigi að ráða á leigumarkaði sem öðrum mörkuðum.

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, telur að leiguverð eigi inni hækkanir og leigubremsa sé ekki lausn þar sem framboð og eftirspurn eigi að ráða á leigumarkaði sem öðrum mörkuðum.

Sigurður telur að ákveðið gap sé á milli þess sem leigusali þarf að fá í leigu til þess að standast straum af kostnaði og þeirrar fjárhæðar sem leigjandi geti greitt, eina lausnin á því vandamáli sé aukið framboð húsnæðis.

„Það hreinlega borgar sig ekki að leigja út húsnæði þegar allur kostnaður er tekinn saman. Á sama tíma er leigan of há fyrir þann sem greiðir leigu af lágum launum,“ segir Sigurður og tekur undir orð Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, um að leiguverð hafi aldrei verið í lægra hlutfalli við fasteignaverð og sjaldan í lægra hlutfalli við laun.

Leigubremsa ekki lausn

Sigurður segir að takmarkanir á leigu í formi leigubremsu hafi mælst illa fyrir í öllum þeim löndum sem hann þekki til. Framboð hafi dregist saman og viðhaldi verið ábótavant.

„Þegar húsaleigulögin frá 1979 voru sett þá voru þar mjög hörð ákvæði í garð leigusala sem höfðu þær afleiðingar að húsnæði hvarf út af markaðnum. Aukið framboð er það eina sem getur lagað þetta ástand en strangar reglur sem setja frekari hömlur á leigusala hafa verið nægjanlega miklar,“ segir Sigurður og bætir við að það væri hentugt ef umræða um verðbremsu væri til að mynda sett á bensín og matvæli.

„Það að framboð og eftirspurn ráði gildir öllu og velti ég því oft fyrir mér af hverju mönnum dettur einungis í hug að setja bremsu á leigu. Ef það er svona góð hugmynd ætti að vera sett bremsa á fasteignaverð, rekstur bíla og matarkörfuna en þar er framboð og eftirspurn látið ráða för,“ segir Sigurður.

Skattfrjáls leiga möguleiki

Stærsti hluti íbúðarhúsnæðis á leigumarkaði er húsnæði í eigu einkaaðila. Sigurður telur að með því að gera leigu skattfrjálsa myndi meira húsnæði koma út á markaðinn og forsendur yrðu til þess að lækka leigu jafnvel þótt um tímabundið úrræði væri að ræða.

„U.þ.b. 65% leiguhúsnæðis er í eigu einstaklinga sem leigja út íbúðina sína því þeir þurfa ekki á henni að halda í einhvern ákveðinn tíma. Ég tel að ef leiga yrði gerð skattfrjáls til t.d. tveggja ára myndi meira húsnæði koma út á markaðinn og til dæmis húsnæði sem nú er í Airbnb leigu,“ segir Sigurður.

mbl.is