Dökkir tónar í aðalhlutverki í Hafnarfirði

Heimili | 9. mars 2023

Dökkir tónar í aðalhlutverki í Hafnarfirði

Við Norðurbakka í Hafnarfirði er að finna afar smekklega 133 fm íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2008. 

Dökkir tónar í aðalhlutverki í Hafnarfirði

Heimili | 9. mars 2023

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi.
Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Samsett mynd

Við Norðurbakka í Hafnarfirði er að finna afar smekklega 133 fm íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2008. 

Við Norðurbakka í Hafnarfirði er að finna afar smekklega 133 fm íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2008. 

Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta, en dökkir tónar á veggjum gefa eigninni sterkan karakter. Þá gefur aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar eigninni mikinn glæsibrag.

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í rúmgóðu rými. Ljóst viðarparket tónar fallega við veggina og aðra húsmuni.

Heillandi vinnuaðstaða

Í borðstofunni hangir fallegt hönnunarljós sem Jaime Hayon hannaði fyrir danska hönnunarmerkið &Tradition. Hönnunin er innblásin af asískum lömpum með pappaskerm og gefur rýminu mikla mýkt. 

Í stofunni hefur notalegri sjónvarpsaðstöðu verið komið fyrir með Söderhamn sófunum sem falla vel inn í rýmið, enda nettir og sérlega stílhreinir.

Fyrir aftan sófann má sjá skemmtilega útfærslu á vinnuaðstöðu þar sem String hillukerfið er notað. Það var sænski arkitektinn Nils Strinning sem hannaði hillukerfið árið 1949 og óhætt að segja að hönnunin standist tímans tönn. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Norðurbakki 15

mbl.is