Framboð húsnæðis pólitísk ákvörðun

Húsnæðismarkaðurinn | 9. mars 2023

Framboð húsnæðis pólitísk ákvörðun

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri segir Seðlabankann hafa reynt að tryggja að heimilin lendi ekki í skuldavandræðum, með setningu strangari lánþegaskilyrða.

Framboð húsnæðis pólitísk ákvörðun

Húsnæðismarkaðurinn | 9. mars 2023

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika sátu fyrir …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika sátu fyrir svörum á fundi á fundi fjármálastöðugleikanefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri segir Seðlabankann hafa reynt að tryggja að heimilin lendi ekki í skuldavandræðum, með setningu strangari lánþegaskilyrða.

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri segir Seðlabankann hafa reynt að tryggja að heimilin lendi ekki í skuldavandræðum, með setningu strangari lánþegaskilyrða.

Þetta kom fram í máli hans á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, en hann mætti á fundinn ásamt Gunnari Jakobssyni varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.

Meðal annars var farið yfir stöðu mála á húsnæðismarkaði og hver áhrif vaxtahækkana í skorti hefðu á markaðinn.

„Höfum ekki annað vald“

Ásgeir sagði að framboð húsnæðis væri í eðli sínu pólitísk ákvörðun, hvort sem ákvarðanir væru teknar á sveitastjórnarstigi eða á Alþingi.

„Seðlabankinn getur stutt við tiltölulega stöðugt lánakerfi og að langtímavextir séu tiltölulega lágir og stöðugir. Við höfum ekki annað vald á húsnæðismarkaðnum en með ákvörðun stýrivaxta og setningu lánþegaskilyrða en ekkert á leigumarkaðnum,“ sagði Ásgeir og bætti við að skorturinn væri tilkominn vegna skorts á byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun.

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, spurði hvort áhrif vaxtahækkana í …
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, spurði hvort áhrif vaxtahækkana í skorti bitnuðu ekki fyrst og fremst á fólki í lægsta skattþrepi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hægt að hugsa um einstaka heimili

Spurðir hvort vandinn væri ekki hreinlega sá að vaxtaákvarðanir og lánþegaskilyrði næðu til of lítils hluta hagkerfisins sagði Gunnar að hugsa yrði um hagkerfið í heild við setningu lánþegaskilyrða.

Hann benti á að staðan væri ekki jafn slæm og margir vilji láta vera. Heildin hafi það býsna gott hérlendis þegar horft sé til fasteignamarkaðarins og fjármálastöðugleika.

„Þegar við setjum lánþegaskilyrði getum við ekki hugsað um einstaka heimili. Það er okkar að tryggja að það verði ekki hópur af heimilum sem lendi í vandræðum sem getur orðið til þess að bankakerfið verði vanfjármagnað og geti ekki stutt við hagkerfið,“ sagði Gunnar og benti á að mat heimila á hvort húsnæðiskostnaður væri þung byrði hefði lækkað úr 30% árið 2012 niður í 10% í ár.

Löggjöf um lífeyrissjóði þarfnast endurskoðunar

Heildareignir lífeyrissjóða eru afar miklar og spurði Logi Einarsson hvort lífeyrissjóðir gætu leikið stærra hlutverk á húsnæðismarkaði sem þolinmóður langtímafjárfestir. Ásgeir sagði þátttöku lífeyrissjóðanna vera óhjákvæmilega til þess að hægt væri að byggja upp stöðugt lánakerfi.

„Það er ómögulegt að sjá húsnæðiskerfi á Íslandi án lífeyrissjóða en löggjöf um lífeyrissjóði þarfnast endurskoðunar. Lífeyrissjóðir eru með mjög langar skuldbindingar sem gerir það að verkum að þeir geta fjármagnað langar skuldabréfaútgáfur. Ég tel að það mætti rýmka löggjöfin sem snýr að fjárfestingum lífeyrissjóða,“ sagði Ásgeir.

mbl.is