Aukið álag brennur á Eflingarfólki

Kjaraviðræður | 10. mars 2023

Aukið álag brennur á Eflingarfólki

Kjaraviðræður Eflingar fyrir hönd félagsmanna á opinbera markaðnum fara í gang í næstu viku. Auk þess að gera kröfur um launahækkanir verður sérstök áhersla lögð á að gerðar verði úrbætur og dregið úr álagi á vinnustöðum þar sem starfsaðstæður hafa versnað mikið vegna gríðarlegs álags og undirmönnunar, að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Aukið álag brennur á Eflingarfólki

Kjaraviðræður | 10. mars 2023

Sólveig Anna og Eflingarfólk fyrir utan Stjórnarráðið.
Sólveig Anna og Eflingarfólk fyrir utan Stjórnarráðið.

Kjaraviðræður Eflingar fyrir hönd félagsmanna á opinbera markaðnum fara í gang í næstu viku. Auk þess að gera kröfur um launahækkanir verður sérstök áhersla lögð á að gerðar verði úrbætur og dregið úr álagi á vinnustöðum þar sem starfsaðstæður hafa versnað mikið vegna gríðarlegs álags og undirmönnunar, að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Kjaraviðræður Eflingar fyrir hönd félagsmanna á opinbera markaðnum fara í gang í næstu viku. Auk þess að gera kröfur um launahækkanir verður sérstök áhersla lögð á að gerðar verði úrbætur og dregið úr álagi á vinnustöðum þar sem starfsaðstæður hafa versnað mikið vegna gríðarlegs álags og undirmönnunar, að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir viðræðurnar að undanförnu og fundaði samninganefnd Eflingar í fyrrakvöld vegna þessa fyrir fundarhöldin sem fram undan eru. Sólveig Anna segir að það sé góður baráttuhugur í Eflingarfólki á opinbera markaðnum en þúsundir félagsmanna starfa hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum, hjá ríkinu og á hjúkrunarheimilum á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is