Var umkringd kúkandi fólki í snjónum

Dagmál | 10. mars 2023

Var umkringd kúkandi fólki í snjónum

„Það var eitt ótrúlega fyndið sem gerðist í Vasagöngunni um helgina,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

Var umkringd kúkandi fólki í snjónum

Dagmál | 10. mars 2023

„Það var eitt ótrúlega fyndið sem gerðist í Vasagöngunni um helgina,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

„Það var eitt ótrúlega fyndið sem gerðist í Vasagöngunni um helgina,“ sagði Kristrún Guðnadóttir, landsliðskona í skíðagöngu, í Dagmálum.

Kristrún, sem er 25 ára gömul, byrjaði að æfa gönguskíði þegar hún flutti til Noregs 12 ára gömul en hún var á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári og er fremsta skíðagöngukona Íslands í dag.

„Það eru í kringum 16.000 manns sem taka þátt í göngunni á hverju ári,“ sagði Kristrún en gangan fer fram í Svíþjóð.

„Þegar að ég var að hita upp lít ég í kringum mig og þá eru tíu manns að kúka í snjónum, við hliðin á mér.

Eins gott að ég fór á klósettið heima hjá mér hugsaði ég en það er magnað að taka þátt í þessari göngu því það er svo mikið af allskonar fólki sem mætir þarna,“ sagði Kristrún meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is