Ekki bara Yumbo-Center og nektarstrendur

Spánn | 11. mars 2023

Ekki bara Yumbo-Center og nektarstrendur

Íslendingar hafa verið sólgnir í sólríku eyjuna Tenerife í mörg ár. Eyjan við hliðina á, Gran Canaria, er hinsvegar alls ekki síðri. Hún er meira að segja svolítið betur staðsett en Tenerife því þar er yfirleitt aðeins betra veður. Þegar rignir á Tenerife getur verið heiðskírt á Gran Canaria en það er vegna þess að hún liggur nær Afríkuströndum.

Ekki bara Yumbo-Center og nektarstrendur

Spánn | 11. mars 2023

Ljósmynd/Samsett

Íslendingar hafa verið sólgnir í sólríku eyjuna Tenerife í mörg ár. Eyjan við hliðina á, Gran Canaria, er hinsvegar alls ekki síðri. Hún er meira að segja svolítið betur staðsett en Tenerife því þar er yfirleitt aðeins betra veður. Þegar rignir á Tenerife getur verið heiðskírt á Gran Canaria en það er vegna þess að hún liggur nær Afríkuströndum.

Íslendingar hafa verið sólgnir í sólríku eyjuna Tenerife í mörg ár. Eyjan við hliðina á, Gran Canaria, er hinsvegar alls ekki síðri. Hún er meira að segja svolítið betur staðsett en Tenerife því þar er yfirleitt aðeins betra veður. Þegar rignir á Tenerife getur verið heiðskírt á Gran Canaria en það er vegna þess að hún liggur nær Afríkuströndum.

Landsmenn kalla eyjuna Gran Canaria oft Kanaríeyjar. Það er þó svolítið villandi því alls eru átta eyjar rétt fyrir utan Afríkustrendur sem tilheyra Spáni. Spánverjar kalla eyjaklasann Kanaríeyjar og á hver eyja sitt nafn. Þær heita La Palma, La Gomera, El Hierro, Tenerife, Gran Canaria, Fuerteventura, Lanzarote og La Graciosa. 

Hér má sjá eyjarnar átta sem tilheyra Spáni en eru …
Hér má sjá eyjarnar átta sem tilheyra Spáni en eru við Afríkustrendur.

Það er þó ekkert skrýtið að fólk flykkist til heitari landa á meðan lægðirnar murka smám saman allan lífsvilja úr landsmönnum. Stundum þarf bara aðeins meiri sól, sjó og sand til þess að endurnýja frumurnar í líkamanum. Fá nýjar hugmyndir og staldra aðeins við. 

Mikil uppbygging hefur orðið á eyjunni Gran Canaria síðustu árin og er svæðið í kringum Melanoras gott dæmi um það. Ef þig langar að sjá kolvetnisfeður með eigin augum þá er nóg af þeim á þessu svæði. Oftast eru þeir í fylgd með mun yngri konum sem eru hlaðnar rándýrum fatnaði og skartgripum. Það eru þó ekki bara nýríkir kolvetnispabbar á þessu svæði heldur allskonar fólk. Það stýrist líklega af því að á þessu svæði er að finna glæsihótel sem laða til sín gesti sem kunna að njóta alls þess besta sem sumardvalastaður hefur upp á að bjóða. Þar eru líka golfvellir og fínir veitingastaðir. Hægt að fara í nudd og neglur og fylla upp í götin í hjartanu með merkjavöru, snyrtivörum og sólgleraugum eftir helstu tískuhönnuði heims.

Gran Canaria er svo miklu meira en bara Yumbo-Center, sangríur, gulrótarkrem, sjoppulegir barir, frankar kartöflur, föt úr akríl efni og ódýr bjór. Hún er heldur ekki bara nektarstrendur, stjórnlaust djamm og sólbruni. Þótt vissulega séu einhverjir sem sækjast í að fara til eyjunnar til þess að koma ekki heim með baðfataför. 

Melanores Dunas eru sandhólar sem laða að sér ferðamenn.
Melanores Dunas eru sandhólar sem laða að sér ferðamenn. Quinten Braem/Unsplash

Á Gran Canaria eru margir fallegir staðir til að heimsækja. Eyjan er til dæmis kjörin fyrir fólk sem vill sinna útivist. Hvort sem það eru gönguferðir á ströndinni, hjólaferðir eða fjallgöngur. 

Einn af lykilstöðunum á Gran Canariea eru sandhólarnir Melanores Dunas sem liggja á milli Maspalomas og Playa del Ingles eða ensku-strandarinnar eins og hún er oftast kölluð. Fólk getur gleymt stund og stað og eigin eymd meðan gengið er um sandhólana. Það getur ímyndað sér að það sé að ganga í eyðimörkum heimsins. Á sama tíma þarf það ekki að óttast neitt því það mun ekki týnast eða þorna upp af vatnsskorti. 

Þessi mynd er tekin á ströndinni við Puerto Rico. Þar …
Þessi mynd er tekin á ströndinni við Puerto Rico. Þar er hægt að fara á sæketti og í siglingar. Reiseuhu/Unsplash

Það þarf bara að muna að einn og einn strípalingur gæti orðið á veginum. Það helgast af því að á ströndinni við sandhólana má fólk vera án klæða. Slíkt hefur víst ekkert með sýniþörf eða perraskap að gera, heldur líkamsvirðingu. Að fólk geti mætt sjálfum sér, eins og það er nákvæmlega, án þess að láta holdafar sitt trufla sig. 

Það er gaman að hjóla á milli bæja á Gran …
Það er gaman að hjóla á milli bæja á Gran Canaria. Polina Rytova/Unaplash

Gönguferðir í stórbrotinni náttúru! 

Fólki sem finnst gaman að ganga en vill ekki fara í fjallgöngu getur gengið frá vitanum á Maspaloms yfir á ensku-ströndina og aftur til baka. Það tekur um það bil klukkutíma að labba hvora leið. Fólk sem er í fríi hefur líklega ekkert þarfara að gera en að labba fram og til baka og njóta þess að láta sólina leika um sig.

Að labba frá Melanoras yfir í bæinn Pasito Blanco er líka mjög góð skemmtun. Það fer svolítið eftir sjávarföllum hversu vel gengur að labba yfir og er það auðveldara í fjöru en flóði. Pasito Blanco er lítill snekkjubær sem hefur að geyma bátaklúbb og litla Spar-verslun sem selur rándýrt kampavín og annan lúxusvarning. Það er gaman að labba um bæinn en líka töluvert fjör að fara á ströndina við bæinn þar sem hún er lítil og fámenn. Oft eru bara heimamenn þar á ferð eða snekkjusjómenn sem koma við á staðnum því bátahöfnin er svo fín. Í bænum er töluvert af eldra fólki sem kann að njóta lífsins. 

Fólk sem vill meiri trylling og meiri hreyfingu getur farið í The Red Canyon sem býr yfir mikilli náttúrufegurð og stórbrotnu landslagi. Best er að fara í slíkar ferðir með fararstjóra til þess að verða sér ekki að voða. 

Þeir sem nenna ekki að labba geta leigt sér bíl og keyrt um eyjuna en svo má líka taka strætó. Almenningssamgöngur hafa batna mjög mikið síðustu ár og ekki er óalgengt að fólk skoði eyjuna með því að fara í dagsferðir með strætó. Svíarnir sem venja komur sínar til Gran Canaria eru til dæmis löngu hættir að fara með leigubíl út á flugvöll. Þeir taka strætó enda kostar það bara sex evrur eða svo. 

Hjólaferðir um eyjuna hafa notið vinsælda en hægt er með auðveldum hætti að hjóla á milli bæja og njóta útivistar í fallegu umhverfi. Í flestum bæjum er hægt að finna reiðhjólaleigur þar sem hægt er að velja sér hjól við hæfi og allt sem til þarf til þess að eiga ánægjulega hjólaferð. 

Eitt af því sem er gott við Gran Canaria er að það er auðvelt að komast þangað. Það tekur um sjö tíma að fljúga þangað og bjóða íslensku flugfélögin upp á ferðir til eyjunnar mörgum sinnum í viku. Auk þess bjóða íslenskar ferðaskrifstofur upp á pakkaferðir. Það góða við þessa eyju er að þótt það taki sinn tíma að komast þangað þá finnur fólk ekki fyrir flugþreytu sem getur gert fríið ennþá ánægjulegra. 

mbl.is