Flottustu hótelin á Majorka

Spánn | 11. mars 2023

Flottustu hótelin á Majorka

Majorka á Spáni er töfrandi áfangastaður sem býður ferðalöngum upp á stórkostlegt fjallalandslag, tæran sjó og rómantískt andrúmsloft.

Flottustu hótelin á Majorka

Spánn | 11. mars 2023

Samsett mynd

Majorka á Spáni er töfrandi áfangastaður sem býður ferðalöngum upp á stórkostlegt fjallalandslag, tæran sjó og rómantískt andrúmsloft.

Majorka á Spáni er töfrandi áfangastaður sem býður ferðalöngum upp á stórkostlegt fjallalandslag, tæran sjó og rómantískt andrúmsloft.

Listamenn, rithöfundar, skáld og tónlistarmenn hafa í áratugi sótt innblástur í eyjuna, enda leynist þar mikil fegurð. Það er óhætt að segja að hótelin séu þar ekki undanskilin þar sem fagurfræðin er í forgangi. 

Can Ferrereta

Þetta hótel er staðsett í Santanyí á suðausturhluta Majorka. Minimalísk hönnun einkennir hótelið þar sem mildir jarðtónar eru áberandi í bland við náttúrulegan efnivið sem stenst tímans tönn. 

Can Ferrereta hótelið á Majorka.
Can Ferrereta hótelið á Majorka. Ljósmynd/Bookings.com

Finca Serena Mallorca

Hótelið stendur á 12 hektara landi og er umvafið ótrúlegri náttúrufegurð. Þar er boðið upp á skemmtilega matarsenu og fallega hönnun.

Finca Serena hótelið á Majorka.
Finca Serena hótelið á Majorka. Ljósmynd/Booking.com

Es Racó d´Artà

Hótelið er staðsett í Artá og er sannkallað augnakonfekt. Arkitektinn og hönnuðurinn Antoni Esteva og byggingameistarinn Jaume Danús eru á bak við mörg flottustu hótel Majorka, en þetta hótel er talið vera eitt af þeirra bestu verkum hingað til. 

Es Racó d´Artà hótelið á Majorka.
Es Racó d´Artà hótelið á Majorka. Ljósmynd/Booking.com

Cal Reiet Holistic Retreat

Hótelið er hinn fullkomni staður fyrir þá sem setja heilsu og vellíðan í fyrsta sæti. Þar er boðið upp á skemmtilega líkamsræktartíma, hollan mat og nudd. 

Cal Reiet Holistic Retreat hótelið á Majorka.
Cal Reiet Holistic Retreat hótelið á Majorka. Ljósmynd/Booking.com

Brondo Architect

Þetta hótel hefur fengið umfjöllun víðsvegar, þar á meðal í hönnunartímaritinu Architectural Digest, og ekki að ástæðulausu. Á hótelinu eru upprunaleg gólfefni, retró-húsgögn og nútímaleg lýsing sem búa til einstaka stemningu sem hönnunarunnendur kunna að meta. 

Brondo Architect hótelið á Majorka.
Brondo Architect hótelið á Majorka. Ljósmynd/Booking.com
mbl.is