48 tímar í Madríd

Borgarferðir | 12. mars 2023

48 tímar í Madríd

Madríd, höfuðborg Spánar, er afar skemmtileg borg. Þar er ótal margt hægt að sjá og upplifa, en það sem stendur kannski helst upp úr er einstakur arkitektúr sem prýðir borgina og gefur henni mikinn sjarma.

48 tímar í Madríd

Borgarferðir | 12. mars 2023

Madríd, höfuðborg Spánar, er skemmtilegur áfangastaður.
Madríd, höfuðborg Spánar, er skemmtilegur áfangastaður. Samsett mynd

Madríd, höfuðborg Spánar, er afar skemmtileg borg. Þar er ótal margt hægt að sjá og upplifa, en það sem stendur kannski helst upp úr er einstakur arkitektúr sem prýðir borgina og gefur henni mikinn sjarma.

Madríd, höfuðborg Spánar, er afar skemmtileg borg. Þar er ótal margt hægt að sjá og upplifa, en það sem stendur kannski helst upp úr er einstakur arkitektúr sem prýðir borgina og gefur henni mikinn sjarma.

Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í borginni sem býður upp á skemmtilega afþreyingu, fjölbreytta matarsenu og ríka menningu.

Að gera

Sigling í Retiro-garðinum

Það er ómissandi að heimsækja hinn fallega Retiro-garð í Madríd. Þar er margt að sjá og vel hægt vera þar klukkutímunum saman og dást að guðdómlegu umhverfinu. Í hjarta garðarins finnur þú stórt vatn, en þar er hægt að leiga lítinn bát og sigla um vatnið. Þá er einnig sagt að við vatnið séu fallegustu sólsetrin í Madríd. 

Ljósmynd/Unsplash/Vitaliy Zamedyanskiy

Strætóferð um hverfi borgarinnar

Það verður ekkert skafið af því að rauðu strætóarnir séu túristalegir, en með því að fara í skoðunarferð á fyrsta degi færðu betri yfirsýn yfir borgina og sögu hennar. Þú getur hoppað í og úr strætónum þegar hentar. Í lok ferðarinnar ertu komin með mun betri tilfinningu fyrir borginni og því sem hún hefur upp á að bjóða. 

Að skoða

Konungshöllin í Madríd

Konungshöllin í Madríd er stærsta konungshöll Evrópu, en hún er hvorki meira né minna en 135 þúsund fm að stærð og státar af 3.418 herbergjum.

Umhverfis höllina eru tveir undurfagrir garðar sem eru áberandi vel hirtir og snyrtilegir. Í görðunum má sjá fjölbreyttar plöntur og blóm, dýralíf og fallegan arkitektúr. 

Ljósmynd/Unsplash/Hernan Gonzalez

Basílica de San Fransisco el Grande-kirkjan

Þeir sem hafa áhuga á sögu, arkitektúr og listum verða ekki fyrir vonbrigðum í þessari stórmerkilegu kirkju. Kirkjan er staðsett í Palacio-hverfinu í Madríd. Hún er hönnuð í nýklassískum stíl og var reist á seinni hluta 18. aldar. Í kirkjunni má sjá málverk eftir veggjum og í lofti eftir Zurbarán og Francisco Goya. 

Matur og drykkur

Lífrænar pitsur og falleg hönnun

Ef þú vilt alvöru matarupplifun með öllum skilningsvitunum þá er veitingastaðurinn Mo de Movimento fullkominn fyrir þig. Það er ótrúleg upplifun að stíga inn á staðinn sem var hannaður árið 2020 af arkitektastofu Lucas Muñoz. 

Á staðnum er boðið upp á lífrænar pitsur og annað góðgæti sem borið er fram á fallegu leirtaui. Einstök og óhefðbundin hönnun einkennir staðinn sem er guðdómlegur í alla staði.

View this post on Instagram

A post shared by FRAME (@framemagazine)

Drykkur með alvöru útsýni

Efst á Riu Plaza-hótelinu finnur þú 360° þakbar sem býður upp á stórbrotið útsýni yfir borgina. Fáðu þér sæti með útsýni yfir borgina og fylgstu með henni lýsast upp þegar fer að dimma með góðan drykk í hönd. 

mbl.is