„Frakkar láta ekki sjá sig í jogging-göllum“

Fatastíllinn | 12. mars 2023

„Frakkar láta ekki sjá sig í jogging-göllum“

Hvert land virðist eiga sér sína tísku og glöggt er gests augað. Nokkrar konur segja frá upplifun sinni af að flytja á nýjan stað og aðlagast nýjum stefnum og straumum þegar kemur að klæðnaði.

„Frakkar láta ekki sjá sig í jogging-göllum“

Fatastíllinn | 12. mars 2023

Monica Ainley í París þar sem allir klæðast gallabuxum.
Monica Ainley í París þar sem allir klæðast gallabuxum. Skjáskot/Instagram

Hvert land virðist eiga sér sína tísku og glöggt er gests augað. Nokkrar konur segja frá upplifun sinni af að flytja á nýjan stað og aðlagast nýjum stefnum og straumum þegar kemur að klæðnaði.

Hvert land virðist eiga sér sína tísku og glöggt er gests augað. Nokkrar konur segja frá upplifun sinni af að flytja á nýjan stað og aðlagast nýjum stefnum og straumum þegar kemur að klæðnaði.

Gallabuxur við öll tilefni í París

„Þegar ég flutti til Parísar varð ég mjög hissa hvað tískan þar var í rauninni mjög látlaus og einföld. Ekki leiðinleg, heldur bara íhaldsamari og einfaldari en ég bjóst við,“ segir Monica Ainley rithöfundur í viðtali við The Times.

„Frakkar eru aldir upp við að vanda valið þegar kemur að klæðaburði og fara ekki fram úr sér. Eftir að hafa nú búið í París í átta ár þá hef ég aðlagast tískunni þar. Margir Parísarbúar fjárfesta í einni til tveimur gæðaflíkum á hverju misseri. Þær flíkur passa fullkomlega saman við restina af fataskápnum og klæðast þeim þar til yfir lýkur. Nú langar mig mest í sígildar kápur, vel sniðnir jakkar, gallabuxur og hvítar skyrtur.“

„Frakkar eru kannski ekki alltaf í sparifötunum en þeir passa sig þó að vera alltaf smekklegir. Þeir láta aldrei sjá sig í leggings eða jogging-göllum alla daga, ekki einu sinni þreyttar mæður. Og það að vera í íþróttalegum klæðnaði utan líkamsræktarstöðvarinnar er algerlega bannað.“

„Gallabuxur eru mjög vinsælar hér og þykja passa við öll tækifæri. Við afslöppuð tilefni þá er maður í hvítum stuttermabol við gallabuxurnar en fer svo í flottan jakka og háa hæla við fínni tilefni.“

Gallabuxur passa við öll tilefni segir Monica Ainley.
Gallabuxur passa við öll tilefni segir Monica Ainley. Skjáskot/Instagram

Glósaði hjá sér litasamsetningar í London

„Áður en ég flutti til London þá hafði ég ekki mótað mér stíl, ég var bara alltaf í gallabuxum og stuttermabol. Í London ægir hins vegar öllu saman. Ég sat oft í lestinni og punktaði niður hjá mér það sem fólk klæddist og allar ólíku litasamsetningarnar,“ segir Aja Barber rithöfundur. 

„Ég prófaði mig áfram og fyrr en varði breyttist stíllinn minn og ég fór að kaupa fleiri flíkur frá áhugaverðum hönnuðum á borð við Vivienne Westwood og Rude. Stíllinn minn varð litríkari og úthugsaðri.Svo leita ég oft í góðgerðabúðirnar og finn oft eitthvað skemmtilegt þar.“

Aja Barber fann sinn eigin stíl eftir að hún flutti …
Aja Barber fann sinn eigin stíl eftir að hún flutti til London. Skjáskot/Instagram

Allir í dökkbláu í Kaupmannahöfn

„Ég hef búið í Danmörku í þrjú ár og tískan í borginni heldur áfram að koma mér skemmtilega á óvart,“ segir Isabella Rose Davey samskiptafulltrúi.

„Allir voru svo ljóshærðir og glansandi. Allir voru í dökkbláum tónum. Maður lærir fljótt að klæðast eftir veðri og ég er alltaf með ullarhúfu með mér á veturna og svo á ég ullarpils frá Ganni sem er bæði hlýtt og smart.“

Isabella Rose Davey þarf hlý en smart föt fyrir veðráttuna …
Isabella Rose Davey þarf hlý en smart föt fyrir veðráttuna í Danmörku. Skjáskot/Instagram

Dúnúlpur trompa allt í New York

 „Ég hafði ekki áttað mig á hversu kalt er í New York á veturna,“ segir Hannah Marriott blaðamaður sem hefur búið í New York í eitt ár.

„Innan nokkurra vikna hafði ég eytt sparnaði mínum í fatarinnkaup. Ekki af ánægju heldur til þess að deyja ekki úr kulda. Ég keypti risastóra úlpu sem hefur reynst mér mjög vel í kuldanum hér. Allir eru í dúnúlpum með húfu. Það sem kom mest á óvart eru klossarnir. Fólk klæðist klossum alla daga, í öllum litum og í sokkum í stíl.“



mbl.is