Ríkið ætlar ekki að bjarga Silicon Valley Bank

Gjaldþrot banka | 12. mars 2023

Ríkið ætlar ekki að bjarga Silicon Valley Bank

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að bandaríska ríkið muni ekki bjarga Silicon Valley Bank (SVB) frá gjaldþroti.

Ríkið ætlar ekki að bjarga Silicon Valley Bank

Gjaldþrot banka | 12. mars 2023

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. DREW ANGERER

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að bandaríska ríkið muni ekki bjarga Silicon Valley Bank (SVB) frá gjaldþroti.

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að bandaríska ríkið muni ekki bjarga Silicon Valley Bank (SVB) frá gjaldþroti.

Eins og áður hefur verið greint frá hafa eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum lagt hald á eignir SVB eftir stærsta gjaldþrot banka þar í landi frá hruninu árið 2008.

Fréttastofa CBS greinir frá.

Ekki aftur

Hún bætti þó við að fjármálaeftirlitið hafi áhyggjur af áhrifum gjaldþrotsins á innstæðueigendur og unnið verði að þörfum þeirra.

„Þegar fjármálahrunið varð árið 2008 bjargaði ríkið ýmsum eigendum og fjárfestum í stórum bönkum en breytingar á lögum sem voru gerðar eftir það þýðir að við munum ekki gera það aftur,“ sagði Yellen í samtali við CBS.

mbl.is