Séreignarsparnaðurinn aftur framlengdur

Húsnæðismarkaðurinn | 12. mars 2023

Séreignarsparnaðurinn aftur framlengdur

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að framlengja tvö séreignarsparnaðarúrræði, sem að öllu óbreyttu hefðu fallið úr gildi þann 30. júní næstkomandi.

Séreignarsparnaðurinn aftur framlengdur

Húsnæðismarkaðurinn | 12. mars 2023

Séreignarsparnaðurinn hefur verið framlengdur.
Séreignarsparnaðurinn hefur verið framlengdur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að framlengja tvö séreignarsparnaðarúrræði, sem að öllu óbreyttu hefðu fallið úr gildi þann 30. júní næstkomandi.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að framlengja tvö séreignarsparnaðarúrræði, sem að öllu óbreyttu hefðu fallið úr gildi þann 30. júní næstkomandi.

Stjórnvöld munu framlengja heimild einstaklinga til skattrjálsrar ráðstöfunar á viðbótariðgjaldi til séreignarsparnaðar, sem lagður er inn á höfuðstól lána sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Þetta kemur fram í frumvarpinu sem nú liggur í samráðsgátt stjórnvalda.

Enn hægt að nýta sparnað í fyrstu kaup

Er lagt til að heimildin muni gilda til og með 31. desember 2024. Þá er jafnframt lagt til að heimild til skattfrjálsrar úttektar á uppsöfuðu viðbótariðgjaldi vegna kaupa á íbúðarhúsnæði verði framlengd til og með 31. desember 2024.

Til viðbótar við þau úrræði sem frumvarpið mun ná til er einnig enn hægt að nýta viðbótariðgjald til séreignarsparnaðar skattfrjálst til fyrstu kaupa á íbúðarhúsnæði samkvæmt lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð.

mbl.is