Hvað segja veðbankar?

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Hvað segja veðbankar?

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once (EEAAO) þykir líklegust til að verða valin besta mynd ársins. Er hún með yfir 90% vinningslíkur í öllum helstu veðbönkum. 

Hvað segja veðbankar?

Óskarsverðlaunin 2023 | 13. mars 2023

Cate Blanchett, Michelle Yeoh, Austin Butler eða Brendan Fraser?
Cate Blanchett, Michelle Yeoh, Austin Butler eða Brendan Fraser? Samsett mynd

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once (EEAAO) þykir líklegust til að verða valin besta mynd ársins. Er hún með yfir 90% vinningslíkur í öllum helstu veðbönkum. 

Kvikmyndin Everything Everywhere All At Once (EEAAO) þykir líklegust til að verða valin besta mynd ársins. Er hún með yfir 90% vinningslíkur í öllum helstu veðbönkum. 

Leikarinn Brendan Fraser þykir einna líklegastur til að verða valin leikari ársins í aðalhlutverki, en þó vinningslíkurnar ekki jafn afgerandi og í flokki kvikmyndar ársins. Er hann með um 60% vinningslíkur, en Austin Butler þykir einnig líklegur. Fraser fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Whale en Butler í Elvis. 

Leik­ari í aðal­hlut­verki

  • Aust­in Butler - El­vis
  • Col­in Far­rell - The Bans­hees of In­is­her­in
  • Brend­an Fraser - The Whale
  • Paul Mescal - Af­tersun
  • Bill Nig­hy - Li­ving

Ke Huy Quan þykir líklegastur í flokki leikara í aukahluvterki fyrir hlutverk sitt í EEAAO. 

Leik­ari í auka­hlut­verki

  • Brend­an Glee­son - The Band­sees of In­is­her­in
  • Bri­an Tyr­ee Henry - Causeway
  • Judd Hirsch - The Fabelm­ans
  • Barry Keog­h­an - The Ban­sees of In­is­her­in
  • Ke Huy Quan - Everything Everywh­ere All at Once 

Í flokki leikkonu í aðalhlutverki eru línurnar ekki jafn skýrar, en Michelle Yeoh og Cate Blanchett þykja báðar líklegar. Yeoh er þó með örlítið lægri stuðul í fleiri veðbönkum og þykir því aðeins líklegri. 

Leik­kona í aðal­hlut­verki

  • Cate Blanchett - Tár
  • Ana de Armas - Blonde
  • Andrea Rise­borough - To Leslie
  • Michelle Williams - The Fabelm­ans
  • Michelle Yeoh - Everything Everywh­ere All at Once

Þegar kemur að leikkonu í aukahlutverki eru þær Angela Bassett og Jamie Lee Curtis efstar á blaði með svipaðan stuðul. 

Leik­kona í auka­hlut­verki

  • Ang­ela Bas­sett - Black Pant­her: Wak­anda For­ever
  • Hong Chau - The Whale
  • Kerry Condon - The Bans­hees of In­is­her­in
  • Jamie Lee Curt­is - Everything Everywh­ere All at Once
  • Stephanie Hsu - Everything Everywh­ere All at Once

Nafnarnir Daniel Kwan og Daniel Scheinert þykja líklegastir til að vinna Óskarinn fyrir leikstjórn EEAAO.

Leik­stjóri

  • Mart­in McDonagh - The Bans­hees of In­is­her­in
  • Daniel Kwan og Daniel Scheinert - Everything Everywh­ere All at Once
  • Steven Spiel­berg - The Fabelm­ans
  • Todd Field - Tár
  • Ru­ben Östlund - Triangle of Sa­dness
mbl.is