Rihanna með skart frá fjölskyldu Dorritar

Fatastíllinn | 13. mars 2023

Rihanna með skart frá fjölskyldu Dorritar

Tónlistarkonan Rihanna koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Hún var stórglæsileg á rauða dreglinum með skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. Skart­gripa­merkið Moussai­eff er í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Rihanna með skart frá fjölskyldu Dorritar

Fatastíllinn | 13. mars 2023

Rihanna var með flotta eyrnalokka frá Moussai­eff á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Rihanna var með flotta eyrnalokka frá Moussai­eff á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP/ Frederic J. Brown

Tónlistarkonan Rihanna koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Hún var stórglæsileg á rauða dreglinum með skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. Skart­gripa­merkið Moussai­eff er í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Tónlistarkonan Rihanna koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Hún var stórglæsileg á rauða dreglinum með skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. Skart­gripa­merkið Moussai­eff er í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Rihanna klæddist svörtum kjól frá merkinu Alaïa þar sem óléttukúlan hennar var vel römmuð inn. Hún var með eyrnalokka frá Moussai­eff sem og hringa. 

Rihanna með óléttukúlu og eyrnalokka.
Rihanna með óléttukúlu og eyrnalokka. AFP/ANGELA WEISS

Rihanna var ekki eina stjarnan sem var með skartgripi frá merkinu á Óskarsverðlaunahátíðinni. Leikkonan Michelle Yeoh var val­in besta leik­kona í aðal­hlut­verki. Hún tók við styttunni góðu í Dior kjól og var með skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers, sérstaka athygli vakti fallega spöng. Yeoh er þekkt fyrir að vera aðdáandi merkisins. 

Michelle Yeoh með Óskarinn.
Michelle Yeoh með Óskarinn. AFP/Patrick T. Fallon
Michelle Yeoh á rauða dreglinum.
Michelle Yeoh á rauða dreglinum. AFP/MIKE COPPOLA
mbl.is