Dragtin kostaði yfir hálfa milljón

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. mars 2023

Dragtin kostaði yfir hálfa milljón

Katrín prinsessa af Wales, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, mætti ásamt öðrum úr bresku konungsfjölskyldunni í guðþjónustu í  Westminster Abbey á mánudag. Katrín var að sjálfsögðu ekki í gömlum lummulegum kjól heldur klæddist rándýrri nýrri dragt. 

Dragtin kostaði yfir hálfa milljón

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. mars 2023

Katrín prinsessa af Wales var í fallegri blárri dragt frá …
Katrín prinsessa af Wales var í fallegri blárri dragt frá ERDEM. AFP

Katrín prinsessa af Wales, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, mætti ásamt öðrum úr bresku konungsfjölskyldunni í guðþjónustu í  Westminster Abbey á mánudag. Katrín var að sjálfsögðu ekki í gömlum lummulegum kjól heldur klæddist rándýrri nýrri dragt. 

Katrín prinsessa af Wales, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, mætti ásamt öðrum úr bresku konungsfjölskyldunni í guðþjónustu í  Westminster Abbey á mánudag. Katrín var að sjálfsögðu ekki í gömlum lummulegum kjól heldur klæddist rándýrri nýrri dragt. 

Bláa dragtin var með hvítum blómum og er frá merkinu ERDEM. Dragtin er gamaldags í sniðinu, jakkinn tekinn saman og pilsið sítt og útvítt að neðan. ERDEM er í miklu uppáhaldi hjá Katrínu og þegar mikið liggur við á hún það til að fjárfesta í fatnaði frá merkinu. Katrín var með hatt eins og venja er þegar farið í kirkju. Hún var með hárið tekið upp þannig að vel sást í eynalokka sem voru áður í eigu Díönu prinsessu, móður Vilhjálms. 

Katrín var með fallega eyrnalokka.
Katrín var með fallega eyrnalokka. AFP

Dragtin er í dýrari kantinum og er til sölu í vefversluninni Moda Operandi. Þar kemur fram að jakkinn kostar 2.495 bandaríkjadali og pilsið 1.695 bandaríkjadali, samtals eru þetta tæplega 600 þúsund íslenskar krónur. 

Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur Bretaprins voru glæsileg til …
Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur Bretaprins voru glæsileg til fara. AFP
mbl.is