Fóru á hestbaki á tökustað

Dagmál | 14. mars 2023

Fóru á hestbaki á tökustað

Volaða land er að mörgu leyti „heimagerð“ kvikmynd að sögn leikstjórans Hlyns Pálmasonar, sem var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. 

Fóru á hestbaki á tökustað

Dagmál | 14. mars 2023

Volaða land er að mörgu leyti „heimagerð“ kvikmynd að sögn leikstjórans Hlyns Pálmasonar, sem var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. 

Volaða land er að mörgu leyti „heimagerð“ kvikmynd að sögn leikstjórans Hlyns Pálmasonar, sem var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum. 

Hlynur er uppalinn á Höfn í Hornafirði og er fluttur þangað aftur með fjölskyldu sinni eftir margra ára dvöl í Danmörku. Sögusvið Volaða lands eru að mestu svæðið þar í kring. 

„Ég hlakka mikið til þess að sýna fólki frá Hornafirði og Austur-Skaftafellssýslu myndina af því þegar ég horfi á myndina þá finn ég lyktina af henni og ég vona að þau finni hana líka. Þetta er mjög heimagerð kvikmynd að mörgu leyti. Hún er tekin upp í Austur-Skaftafellssýslu, í Öræfunum, Mýrunum og Suðursveit, Kollumúla og Horni. Og meira að segja fyrir utan húsið hjá pabba,“ segir hann.

Hlynur Pálmasson, leikstjóri og handritshöfundur, og leikkonan Vic Carmen Sonne …
Hlynur Pálmasson, leikstjóri og handritshöfundur, og leikkonan Vic Carmen Sonne við tökur á kvikmyndinni Volaða land. Ljósmynd/Anton Máni Svansson

„Þú getur ekki keyrt á mikið af þessum stöðum. Við vorum með fullt af hestum og þú getur ekkert farið með hvaða hesti sem er til dæmis inn í Kollumúla. Þetta eru hestar sem hafa farið þarna árum saman og hafa lært ákveðna gangtegund. Það var mikilvægt að nýta þekkinguna á svæðinu. Allir leikararnir sem eru í ferðahópnum er fólk sem á hestana. Þetta er fjölskylda og fólk sem ég þekki mjög vel úr fjölskyldu konunnar minnar. Þess vegna segi ég að þetta sé heimagert því það er virkilega þannig tilfinning.“

Viðtalið við Hlyn má finna í heild sinni hér að neðan. Þar sagði hann frá gerð myndarinnar og ræddi almennt um sýn sína á kvikmyndalistina.

mbl.is