Pútín og Assad funda um samstarf

Rússland | 14. mars 2023

Pútín og Assad funda um samstarf

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst ræða við Bashar al-Assad, leiðtoga Sýrlands, í opinberri heimsókn hans sem hófst í dag. 

Pútín og Assad funda um samstarf

Rússland | 14. mars 2023

Vladimir Pútín ásamt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Vladimir Pútín ásamt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst ræða við Bashar al-Assad, leiðtoga Sýrlands, í opinberri heimsókn hans sem hófst í dag. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst ræða við Bashar al-Assad, leiðtoga Sýrlands, í opinberri heimsókn hans sem hófst í dag. 

Í tilkynningu frá yfirvöldum í Kreml kemur fram að leiðtogarnir muni ræða áframhaldandi samstarf landanna á fundinum og muni samræðurnar snerta á ýmsu þar á meðal stjórnmála-, viðskipta-, efnahags- og mannúðarmálum.

Einnig eru áform um að leiðtogarnir ræði lausnir á ríkjandi ástandi í og í kringum Sýrland en fundur Assad og Pútín er einmitt á tólf ára afmæli borgarastyrjaldarinnar sem braust út í mars 2011 í Sýrlandi.

Átökin hófust eftir að Assad beitti valdi gegn stjórnarandstæðingum sínum, sem mótmæltu kúgun og spillingu ríkistjórnar hans. Rússland og Sýrland hafa lengi verið bandamenn og gerði Rússland til að mynda loftárásir í Sýrlandi sem bein­dust að stjórnarandstæðingum Assad árið 2015. 

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur kostað um 500 þúsund mannslíf. Milljónir hafa verið knúnir til að flýja heimili sín vegna átakanna og hefur fjöldi fólks á flótta í heiminum ekki verið meiri síðan í seinni heimstyrjöld.  

mbl.is