284 milljóna einbýli í Arnarnesinu

Heimili | 15. mars 2023

284 milljóna einbýli í Arnarnesinu

Við Blikanes í Arnarnesinu er að finna einstaklega heillandi einbýlishús sem byggt var 1965. Húsið er 337 fm að stærð og hefur verið endurnýjað á einstaklega smekklegan hátt. Árið 2006 var húsið endurnýjað mikið. Arkitektinn Sigurður Hallgrímsson hannaði breytingarnar að utan en húsið var klætt og skipt um glugga, hurðir og fleira sem fegraði húsið mikið. 

284 milljóna einbýli í Arnarnesinu

Heimili | 15. mars 2023

Ljósmynd/Samsett

Við Blikanes í Arnarnesinu er að finna einstaklega heillandi einbýlishús sem byggt var 1965. Húsið er 337 fm að stærð og hefur verið endurnýjað á einstaklega smekklegan hátt. Árið 2006 var húsið endurnýjað mikið. Arkitektinn Sigurður Hallgrímsson hannaði breytingarnar að utan en húsið var klætt og skipt um glugga, hurðir og fleira sem fegraði húsið mikið. 

Við Blikanes í Arnarnesinu er að finna einstaklega heillandi einbýlishús sem byggt var 1965. Húsið er 337 fm að stærð og hefur verið endurnýjað á einstaklega smekklegan hátt. Árið 2006 var húsið endurnýjað mikið. Arkitektinn Sigurður Hallgrímsson hannaði breytingarnar að utan en húsið var klætt og skipt um glugga, hurðir og fleira sem fegraði húsið mikið. 

Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt teiknaði nýjar innréttingar inn í húsið og breytingar á milliveggjum. Fallegar eikar-innréttingar prýða húsið. Í eldhúsinu er til dæmis stór og mikil innrétting með mörgum skápum og stórri eyju. Á borðplötunni er kvarts-steinn sem setur mikinn svip en það gera líka barstólar Daníels Magnússonar. 

Á baðherberginu er frístandandi baðkar og smekklegar innréttingar og flísar þar sem rýmið er nýtt til fulls til þess að fólk geti notið lífsins. 

Í kringum húsið er stór og myndarlegur garður sem nostrað hefur verið við. Úr húsinu er einstakt útsýni út á sjó þar sem stórir gluggar hleypa birtunni inn í allri sinni dýrð. 

Af fasteignavef mbl.is: Blikanes 11

mbl.is