Danir stofna 140 milljarða sjóð fyrir Úkraínu

Úkraína | 15. mars 2023

Danir stofna 140 milljarða sjóð fyrir Úkraínu

Danir ætla að stofna sjóð upp á um 7 milljarða danskra króna, jafnvirði um 140 milljarða íslenskra króna, sem verður notaður til aðstoðar Úkraínu á þessu ári.

Danir stofna 140 milljarða sjóð fyrir Úkraínu

Úkraína | 15. mars 2023

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP/Khaled Desouki

Danir ætla að stofna sjóð upp á um 7 milljarða danskra króna, jafnvirði um 140 milljarða íslenskra króna, sem verður notaður til aðstoðar Úkraínu á þessu ári.

Danir ætla að stofna sjóð upp á um 7 milljarða danskra króna, jafnvirði um 140 milljarða íslenskra króna, sem verður notaður til aðstoðar Úkraínu á þessu ári.

Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu eftir að næstum allir þingmenn landsins samþykktu málið, eða 159 af 179.

Vestrænar þjóðir hafa margar hverjar stutt Úkraínu fjárhagslega síðan Rússar réðust inn í landið í fyrra.

Mesta fjármagnið úr sjóðnum fer í hernaðaraðstoð, eða um 5,4 milljarðar danskra króna, sem jafngildir um 110 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is