Elenora fékk draumastarfið í Lundúnum

Framakonur | 15. mars 2023

Elenora fékk draumastarfið í Lundúnum

Bakarinn Elenora Rós Georgesdóttir fékk á dögunum draumastarfið sitt í Lundúnum á Bretlandi, staða yfirbakara í þekktu bakaríi í borginni, Buns from Home. 

Elenora fékk draumastarfið í Lundúnum

Framakonur | 15. mars 2023

Elenora Rós Georgesdóttir fékk draumastarfið í Lundúnum.
Elenora Rós Georgesdóttir fékk draumastarfið í Lundúnum. Ljósmynd/Aðsend.

Bakarinn Elenora Rós Georgesdóttir fékk á dögunum draumastarfið sitt í Lundúnum á Bretlandi, staða yfirbakara í þekktu bakaríi í borginni, Buns from Home. 

Bakarinn Elenora Rós Georgesdóttir fékk á dögunum draumastarfið sitt í Lundúnum á Bretlandi, staða yfirbakara í þekktu bakaríi í borginni, Buns from Home. 

Elenora hefur skapað sér nafn hér heima á Íslandi á undanförnum árum en hún hefur gefið út tvær bækur um bakstur, Bakað með Elenoru Rós og Bakað meira með Elenoru Rós. 

„Eitt stærsta, þekktasta og flottasta bakarí í London er að stækka og vantar yfirbakara fyrir bakaríið sem opnar á næstu vikum/mánuðum, ykkar eina sanna fékk símtal fyrir um 10 dögum þar sem henni bauðst tækifærið, nei sko mér líður ennþá eins og ég sé í einhverjum draumi.

5 dögum seinna var ég flogin í sólahringsferð heim til London og viku eftir fyrsta símtal voru allir samningar komnir í hendur,“ skrifar Elenora á Instagram. 

Elenora er mikill aðdáandi Lundúna og hefur sótt borgina heim ótal sinnum á síðustu árum. Þá hefur hún sömuleiðis verið mikill aðdáandi bakarísins sem hún mun núna verða yfirbakari í.

„Ég er að springa úr tilfinningum, stolti og þakklæti. Skál fyrir komandi tímum og hipp hipp húrra fyrir draumum sem rætast, stærra en manni þorði að leyfa sér að dreyma um,“ skrifar Elenora að lokum í færslu sinni.

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

mbl.is