Spá 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkun

Vextir á Íslandi | 15. mars 2023

Spá 0,75 prósentustiga vaxtahækkun Seðlabankans

Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu vaxtaákvörðun sína. Gangi það eftir verða stýrivextir bankans komnir upp í 7,25%, en það er það hæsta sem þeir hafa verið í síðan um mitt ár 2010.

Spá 0,75 prósentustiga vaxtahækkun Seðlabankans

Vextir á Íslandi | 15. mars 2023

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, en hann er höfundur spár …
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, en hann er höfundur spár greiningardeildarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu vaxtaákvörðun sína. Gangi það eftir verða stýrivextir bankans komnir upp í 7,25%, en það er það hæsta sem þeir hafa verið í síðan um mitt ár 2010.

Greiningardeild Íslandsbanka spáir 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu vaxtaákvörðun sína. Gangi það eftir verða stýrivextir bankans komnir upp í 7,25%, en það er það hæsta sem þeir hafa verið í síðan um mitt ár 2010.

Telur greiningardeildin að þrálát verðbólga og verri verðbólguhorfur en Seðlabankinn vænti við síðustu vaxtaákvörðun verði efst á blaði, en styrking krónunnar og stöðugra íbúðaverð gætu heldur dregið úr vilja til vaxtahækkunar.

Greiningardeildin telur að stýrivextir muni líklega ná hámarki í að minnsta kosti 7,5% um mitt ár og telur líkur á vaxtalækkun á þessu ári hafa minnkað.

Við komandi vaxtaákvörðun telur greiningardeildin að peningastefnunefndin muni ræða vaxtahækkun á bilinu 0,5 upp í 1 prósentustig og að ekki sé útilokað að nefndin fari í annað hvort neðri eða efri mörkin.

Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu síðustu tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um 0,5 prósentustiga hækkun, en einn meðlima nefndarinnar, Herdís Steingrímsdóttir, hefði þó fremur kosið 0,75 prósenta hækkun.

Taldi nefndin þá að líklega þyrfti að auka aðhald peningastefnunnar enn frekar á næstunni, en framsýn hennar var óvenju stuttorð:  „Peningastefnunefnd telur líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma.“

Frá þessum tíma hefur ýmislegt að mati greiningardeildarinnar þróast til heldur verri vegar hvað verðbólguhorfur varðar. Því sé nú þörf á meira vaxtaaðhaldi en áður var talið.

mbl.is