Kári: „Afskaplega skítlegt“

Kórónuveiran Covid-19 | 16. mars 2023

Kári: „Afskaplega skítlegt“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar, sem felldur var úr gildi fyrir héraðsdómi í dag, hafa verið heldur óheppilegan og kveðst vona að málið grafi ekki undan trausti almennings til stofnunarinnar.

Kári: „Afskaplega skítlegt“

Kórónuveiran Covid-19 | 16. mars 2023

Kári segir marga starfsmenn Landspítalans hafa staðið gegn samstarfi spítalans …
Kári segir marga starfsmenn Landspítalans hafa staðið gegn samstarfi spítalans og sóttvarnalæknis við ÍE. Samsett mynd

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar, sem felldur var úr gildi fyrir héraðsdómi í dag, hafa verið heldur óheppilegan og kveðst vona að málið grafi ekki undan trausti almennings til stofnunarinnar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar, sem felldur var úr gildi fyrir héraðsdómi í dag, hafa verið heldur óheppilegan og kveðst vona að málið grafi ekki undan trausti almennings til stofnunarinnar.

Persónuvernd úrskurðaði á síðasta ári að Íslensk erfðagrein­ing hefði brotið á per­sónu­vernd­ar­lög­um í þrem­ur mál­um sem vörðuðu notk­un blóðsýna Covid-19-sjúk­linga, áður en vísindasiðanefnd hafði samþykkt rannsóknina. ÍE sagði aftur á móti að blóðsýnin hefðu verið tekin samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis, sem til þess hafi heimild.

Kári segir samskipti ÍE og Persónuverndar almennt góð og að stofnunin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, þrátt fyrir að hún njóti ekki alltaf mikilla vinsælda.

Hann setur þó spurningarmerki við hvaða hagsmuna upprunalegur úrskurður nefndarinnar hafi átt að gæta. 

Allir reyndu að leggja sitt af mörkum til að sinna sóttvörnum

„Maður veltir því fyrir sér hvernig þau komast að svona niðurstöðu. Sóttvarnalæknir er búinn að segja þeim að við höfum verið að hjálpa honum við að sinna sóttvörnum. Lögum samkvæmt ber honum að sinna ákveðnu verki og hann hefur heimild til þess að kalla þá sér til hjálpar sem á þarf að halda og eru reiðubúnir til þess að vinna með honum,“ segir Kári í samtali við mbl.is.

„Það voru bara allir að reyna að leggja sitt af mörkum til að sinna sóttvörnum,“ bætir hann við.

Segist hann vona að málið hafi ekki neikvæðar afleiðingar í framtíðinni.

Það er sá möguleiki fyrir hendi að við fáum annan faraldur og þá má ekki vera búið að fæla fólk frá því að aðstoða yfirvöld við að takast á við það.“

„Professional afbrýðisemi“

Spurður hver hafi kært málið til Persónuverndar segir Kári marga starfsmenn Landspítalans hafa staðið gegn samstarfi spítalans og sóttvarnalæknis við ÍE.

„Það er bara svona professional afbrýðisemi, og afskaplega skítlegt af þessu fólki að fara og kæra,“ segir hann.

Blóðsýnin hafi verið tekin sem viðmiðunarsýni fyrir mótefnamælingar, en til þess hafi þurft blóð frá sýktum einstaklingum og hafi það verið gert að beiðni sóttvarnalæknis sem til þess hafði heimild.  

„Þegar ríkislögmaður segir að það ekkert hafi verið fært í sjúkraskrá þessa fólks um að við hefðum mælt blóðið þess, þá er það vegna þess að þetta var ekki gert fyrir þetta fólk, heldur fyrir samfélagið.“

Ekki nógu merkilegt til að fara í fýlu

Hann tekur fram að fullt af hæfu fólki starfi hjá Persónuvernd sem takist á við flókin verkefni, en að stjórn Persónuverndar hefði átt að koma í veg fyrir að málið færi á þennan veg.

„Hennar hlutverk, þegar þessi mál koma upp, er að hafa vit fyrir forstjóranum,“ segir hann. Spurður hvort hann telji að málinu verði áfrýjað svarar Kári: 

„Það væri nú meiri bölvuð vitleysan.“ 

Hann tekur loks sérstaklega fram að hann hyggist halda áfram að eiga friðsamlegt og árangursríkt samstarf við Persónuvernd. 

„Þetta er ekki nógu merkilegt til að fara í fýlu,“ bætir hann glettinn við.

mbl.is