Næntís eldhúsinnrétting vekur athygli í Fossvoginum

Heimili | 16. mars 2023

Næntís eldhúsinnrétting vekur athygli í Fossvoginum

Við Markarveg í Fossvoginum er að finna sjarmerandi 144 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1983. Íbúðin er björt með glugga á þrjá vegu og státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Næntís eldhúsinnrétting vekur athygli í Fossvoginum

Heimili | 16. mars 2023

Í íbúðinni má sjá ferska og nútímalega strauma í bland …
Í íbúðinni má sjá ferska og nútímalega strauma í bland við eldri klassík. Samsett mynd

Við Markarveg í Fossvoginum er að finna sjarmerandi 144 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1983. Íbúðin er björt með glugga á þrjá vegu og státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Við Markarveg í Fossvoginum er að finna sjarmerandi 144 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1983. Íbúðin er björt með glugga á þrjá vegu og státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Í eldhúsi fær falleg sérsmíðuð innrétting úr beyki í anda tíunda áratugsins að njóta sín í bland við nútímalegri húsmuni. Svartar og látlausar höldur gefa innréttingunni nútímalegra yfirbragð. Þá hafa veggir og flísar verið málaðar í ljósum gráum lit sem tónar vel við innréttinguna. 

Listaverk sem fanga augað

Stofan er björt og einkar rúmgóð með stórum gluggum til suðurs. Litapallettan í húsmunum er falleg og fáguð á meðan litrík listaverk fanga augað og skapa gleðilega stemningu. Frá stofunni er útgengt á suðursvalir. 

Á baðherberginu fær falleg innrétting að njóta sín, en þar að auki gefur stór gluggi rýminu mikinn sjarma. Látlausar flísar á gólfi og veggjum tóna vel saman og beina athyglinni að innréttingunni sem hefur án efa „næntís“ yfirbragð. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Markarvegur 16

mbl.is