Snjóflóð fallið og varað við frekari hættu

Frost á Fróni | 16. mars 2023

Snjóflóð fallið og varað við frekari hættu

Varað er við töluverðri hættu á snjóflóðum á Austfjörðum, í innanverðum Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga.

Snjóflóð fallið og varað við frekari hættu

Frost á Fróni | 16. mars 2023

Frá flóðinu í Harðskafa.
Frá flóðinu í Harðskafa. Ljósmynd/Veðurstofan

Varað er við töluverðri hættu á snjóflóðum á Austfjörðum, í innanverðum Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga.

Varað er við töluverðri hættu á snjóflóðum á Austfjörðum, í innanverðum Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að eftir marga daga af éljagangi og skafrenningi á Norðurlandi og Austfjörðum hafi byggst upp svokallaðir óstöðugir vindflekar.

Horft að hlíðinni á Harðskafa.
Horft að hlíðinni á Harðskafa. Ljósmynd/Veðurstofan

Féllu á þriðjudag eða aðfaranótt miðvikudags

„Auk þess hefur verið kalt í lengri tíma og við þau skilyrði er líklegt að kantaðir kristallar vaxi og myndi veik lög í snjónum,“ segir í tilkynningunni.

Tekið er fram að nokkur snjóflóð hafi fallið á Austfjörðum síðustu daga, þau stærstu í nágrenni við Eskifjörð. Myndir fylgja og sýna flóð í Harðskafa sem féllu á þriðjudaginn eða aðfaranótt miðvikudags. Hlíðin þar sem þau féllu snýr í suður.

Flóð í Múlakollu uppgötvaðist í morgun.
Flóð í Múlakollu uppgötvaðist í morgun. Ljósmynd/Veðurstofan

Flekaflóð fyrir norðan

Einnig hafa fallið flekaflóð á Tröllaskaga og í Skagafirði. Meðal annars uppgötvaðist flóð í Múlakollu í morgun. Það er í hlíð sem vísar til norðvesturs.

Veðurstofan mælist til þess að útivistarfólk fari varlega, kynni sér snjóflóðaspár, meti aðstæður og fylgist með vísbendingum um snjóflóðahættu.

mbl.is