Varað við „heilsuráðum“ Paltrow

Andleg heilsa | 16. mars 2023

Varað við heilsuráðum Paltrow

Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir heilsuráð sem hún deildi með hlustendum hlaðvarpsþáttarins The Art of Being Well í vikunni. Þá hafa sérfræðingar varað fólk við því að fylgja heilsuráðum hennar. 

Varað við heilsuráðum Paltrow

Andleg heilsa | 16. mars 2023

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarna daga eftir …
Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarna daga eftir að hún kom fram í hlaðvarpsþættinum The Art of Being Well. AFP

Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir heilsuráð sem hún deildi með hlustendum hlaðvarpsþáttarins The Art of Being Well í vikunni. Þá hafa sérfræðingar varað fólk við því að fylgja heilsuráðum hennar. 

Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir heilsuráð sem hún deildi með hlustendum hlaðvarpsþáttarins The Art of Being Well í vikunni. Þá hafa sérfræðingar varað fólk við því að fylgja heilsuráðum hennar. 

Ástralski næringarfræðingurinn Kim Lindsay, sem sérhæfir sig í átröskunum og óheilbrigðum matarvenjum, segist hafa áhyggjur af áhrifum þáttarins og þykir skelfilegt að strangur lífstíll hennar sé auglýstur sem lífstíll sem auki vellíðan. 

„Gwyneth er að upphefja megrun og megrunarmenningu og pakkar því inn sem „vellíðan“,“ segir Lindsay í samtali við news.com.

Ráðin séu óraunhæf og geti reynst „skaðleg“

Í þættinum var leikkonan með vítamínvökva í æð á meðan hún deildi heilsurútínu sinni. 

„Hún talar um megrunaraðferðir eins og föstu með hléum og steinaldarmataræði. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að við vitum að megrun er eitthvað sem erfitt er að viðhalda fyrir langflesta og getur leitt til átröskunar, sveiflu í þyngd og hjartasjúkdóma,“ segir Lindsay. 

Notendur samfélagsmiðilsins TikTok hafa gagnrýnt Paltrow fyrir að vera „möndlumamma“ – hugtak sem notað er á miðlinum um fullorðna einstaklinga sem ýta undir óheilbrigða matarhegðun hjá börnunum sínum.

mbl.is