5 ráð fyrir betri svefn í háloftunum

Ferðaráð | 17. mars 2023

5 ráð fyrir betri svefn í háloftunum

Hver kannast ekki við það að mæta á áfangastað ósofinn eftir langa flugferð? Það getur reynst snúið að ná góðum svefni í háloftunum. Það að ná að sofna, þó það sé ekki nema í fáeinar klukkustundir, getur hins vegar verið lykillinn að því að njóta frísins. 

5 ráð fyrir betri svefn í háloftunum

Ferðaráð | 17. mars 2023

Ljósmynd/Unsplash/Marvin Meyer

Hver kannast ekki við það að mæta á áfangastað ósofinn eftir langa flugferð? Það getur reynst snúið að ná góðum svefni í háloftunum. Það að ná að sofna, þó það sé ekki nema í fáeinar klukkustundir, getur hins vegar verið lykillinn að því að njóta frísins. 

Hver kannast ekki við það að mæta á áfangastað ósofinn eftir langa flugferð? Það getur reynst snúið að ná góðum svefni í háloftunum. Það að ná að sofna, þó það sé ekki nema í fáeinar klukkustundir, getur hins vegar verið lykillinn að því að njóta frísins. 

Ferðavefur Condé Nast Traveller spurði svefnsérfræðinginn Jeff Kahn um bestu ráðin til að ná góðum nætursvefni í háloftunum. 

Hafðu í huga hvaða tímabelti þú ert að fljúga inn í

„Fyrsta spurningin sem þú ættir að spyrja þig er: Ættir þú í raun að fara að sofa?“ útskýrir Kahn.

Hann mælir með því að fólk stilli klukku sína samkvæmt því tímabelti sem það er að fljúga í um leið og það kemur um borð, eða jafnvel fyrr. „Reyndu að sofa (eða ekki), borða og fá sólarljós í samræmi við það.“

Búðu til þitt eigið „svefnsett“

Þegar kemur að svefni í háloftunum borgar sig að reyna eftir bestu getu að skapa góða upplifun og hafa þægindin í forgangi. „Ég elska að búa til mitt eigið „svefnsett“ innblásið af þægindum í fyrsta farrými,“ segir Kahn. 

Hann ráðleggur ferðalöngum að pakka eyrnatöppum eða heyrnatólum og augngrímu til að takmarka það áreiti í flugvélinni sem gæti auðveldlega truflað svefn. 

Ljósmynd/Pexels/SHVETS production

Vertu meðvitaður um hvað þú drekkur

Það getur verið freistandi að fá sér koffín eða áfengi í háloftunum. Hins vegar verður mun auðveldara að sofna ef þú forðast þær freistingar og velur annan valkost, eins og róandi te.

Þá minnir hann á mikilvægi þess að drekka nóg af vatni, en vökvaskortur í líkamanum getur haft neikvæð áhrif á svefn. 

Láttu fara vel um þig

Það er mikilvægt að klæðast þægilegum fötum, sérstaklega í lengri flugferðum. „Ég mæli með því að fara úr skónum og fara í par af hlýjum flugvélasokkum og ferðainniskó. Þetta mun draga úr þrýstingi á fæturna,“ segir Kahn. 

Þá mælir hann eindregið með því að hafa ferðapúða, en þeir geti aukið svefngæði og tryggja þar að auki að þú gangir ekki úr flugvélinni með verk í baki og hálsi. 

Veldu þér sæti fyrirfram

„Að velja rétt sæti skiptir miklu máli. Ég mæli venjulega með því að velja gluggasæti því það býður upp á eitthvað til að halla sér á þegar þú sefur,“ útskýrir Khan. 

Ljósmynd/Pexels/Eric Fotos
mbl.is