Bein útsending frá heimsókn á Bæjarins beztu

Ferðamenn á Íslandi | 17. mars 2023

Bein útsending frá heimsókn á Bæjarins beztu

„Það virðist ekkert lát vera á áhuga á þessum stað, enda er miðbærinn stöðugt að verða betri og betri,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu. Fjöldi ferðamanna sækir pylsuvagninn í Tryggvagötu heim á hverjum degi og röðin er jafnan löng.

Bein útsending frá heimsókn á Bæjarins beztu

Ferðamenn á Íslandi | 17. mars 2023

Konan sendi beint út frá heimsókninni.
Konan sendi beint út frá heimsókninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það virðist ekkert lát vera á áhuga á þessum stað, enda er miðbærinn stöðugt að verða betri og betri,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu. Fjöldi ferðamanna sækir pylsuvagninn í Tryggvagötu heim á hverjum degi og röðin er jafnan löng.

„Það virðist ekkert lát vera á áhuga á þessum stað, enda er miðbærinn stöðugt að verða betri og betri,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu. Fjöldi ferðamanna sækir pylsuvagninn í Tryggvagötu heim á hverjum degi og röðin er jafnan löng.

Eins og nú er siður greina margir frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum. Konan á myndinni fór alla leið og sendi beint út frá heimsókninni. Af látbragðinu að dæma var hún hæstánægð.

Baldur segir að sérstaklega mikið hafi verið að gera á góðviðriskaflanum í höfuðborginni á dögunum. „Við erum hrikalega spennt fyrir sumrinu enda sjáum við þegar fjölgun ferðamanna í ár, mun fyrr en verið hefur.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is