Fatastíll prinsessunnar sagður leiðinlegur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. mars 2023

Fatastíll prinsessunnar sagður leiðinlegur

Greina má ákveðna stefnubreytingu í klæðavali prinsessunnar eftir að hún varð prinsessan af Wales ef marka má stílista fræga fólksins, Miröndu Holder. Prisessan hefur valið að klæðast íhaldssamari fötum við hin ýmsu tilefni síðustu vikur. Þá er hún sögð endurtaka sig mikið og er t.d. mikið í rúllukragabolum og síðum kápum.

Fatastíll prinsessunnar sagður leiðinlegur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 17. mars 2023

Katrín prinsessa var dökk klædd þegar hún mætti í Westminster …
Katrín prinsessa var dökk klædd þegar hún mætti í Westminster Abbey í tilefni af Samveldisdeginum. AFP

Greina má ákveðna stefnubreytingu í klæðavali prinsessunnar eftir að hún varð prinsessan af Wales ef marka má stílista fræga fólksins, Miröndu Holder. Prisessan hefur valið að klæðast íhaldssamari fötum við hin ýmsu tilefni síðustu vikur. Þá er hún sögð endurtaka sig mikið og er t.d. mikið í rúllukragabolum og síðum kápum.

Greina má ákveðna stefnubreytingu í klæðavali prinsessunnar eftir að hún varð prinsessan af Wales ef marka má stílista fræga fólksins, Miröndu Holder. Prisessan hefur valið að klæðast íhaldssamari fötum við hin ýmsu tilefni síðustu vikur. Þá er hún sögð endurtaka sig mikið og er t.d. mikið í rúllukragabolum og síðum kápum.

„Margir áhugamenn um tísku hafa orðið fyrir vonbrigðum með fataval prinsessunnar upp á síðkastið. Hún endurtekur sig mikið og er fatastíllinn orðinn nokkuð tilbreytingasnauður og leiðinlegur,“ segir Holder. 

„Fatastíllinn er orðinn alvarlegri og íhaldssamari eftir að hún hlaut titilinn prinsessa af Wales. Líklegt er að hún vilji láta meira til sín taka og sýnir það með fatavalinu.“

„Margir segja að þetta sé í takt við þá stefnu hallarinnar að hætta að tiltaka hverju hún klæðist hverju sinni. Í þeirri von að fólk hætti að einblína á fötin og veiti þeim málefnum sem hún sinnir meiri athygli.“

Holder bendir á aðrar konur með svipað vaxtarlag og Katrín prinsessa sem hún gæti sótt innblástur í hvað fatastíl varðar og nefnir konur á borð við Amal Clooney, Letizia Spánardrottningu og Viktoríu Beckham.

Katrín prinsessa var í dragt frá Erdem sem hún lét …
Katrín prinsessa var í dragt frá Erdem sem hún lét sníða til. Pilsið er t.d. þrengra og styttra en sýnt er á heimasíðu Erdem. AFPView this post on Instagram

A post shared by ERDEM (@erdem)

Prinsessan var í rauðri kápu frá Alexander McQueen, með svartan …
Prinsessan var í rauðri kápu frá Alexander McQueen, með svartan hatt, svarta hanska og í svörtum stígvélum við. AFP
Katrín var ekki að stíga út fyrir þægindasvið sitt þegar …
Katrín var ekki að stíga út fyrir þægindasvið sitt þegar hún valdi þessa grænu buxnadragt. AFP
Margir sakna þess að sjá Katrínu ekki gera meiri tilraunir …
Margir sakna þess að sjá Katrínu ekki gera meiri tilraunir með fatastílinn. AFP
Katrín virðist eiga rúllukragaboli í öllum litum þessa dagana.
Katrín virðist eiga rúllukragaboli í öllum litum þessa dagana. AFP
Katrín vill að fólk hætti að veita fötunum svona mikla …
Katrín vill að fólk hætti að veita fötunum svona mikla athygli og er klæðavalið orðið íhaldsamara og fábreyttara en áður. AFP


 

mbl.is